Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   sun 06. apríl 2025 11:50
Elvar Geir Magnússon
Réttur eða rangur dómur í Kópavogi?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók forystuna gegn Aftureldingu úr vítaspyrnu í gær. Dómurinn er umdeildur en á Instagram síðu Fótbolta.net getur fólk sagt sína skoðun á dómnum.

„Vítaspyrnan sem Breiðablik fær snemma í leiknum er umdeilt atvik þar sem það virðist vera lítil snerting sem Valgeir fær á sig. Margir sem hafa sagt að þeim finnst þetta vera dýfa, ég er hinsvegar ekki sammála því og þrátt fyrir litla snertingu held ég að Ívar Orri dómari leiksins hafi tekið rétta ákvörðun þarna," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, sem var á Kópavogsvelli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Afturelding

Hér má sjá vítadóminn og aðra hápunkta úr leiknum

Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur á Stöð 2 Sport, sakar Valgeir Valgeirsson, leikmann Breiðabliks, um leikaraskap.

„Í fyrsta lagi er þetta algjör klaufaskapur í vörninni, þeir mega ekki gera þetta. Næsta mál er það að þetta er aldrei víti, hann lætur sig detta og dómarinn fellur í gryfjuna," sagði Lárus.

66% þeirra sem hafa tekið þátt í könnuninni á Instagram þegar þessi frétt er skrifuð telja að dómurinn hafi verið rangur en hér að neðan má sjá myndir sem Hafliði Breiðfjörð tók á leiknum í gær.


Athugasemdir
banner
banner