Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   sun 06. apríl 2025 15:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Liverpool tapaði gegn Fulham - Tottenham felldi Southampton
Brennan Johnson
Brennan Johnson
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Liverpool mistókst að ná 14 stiga forystu á Arsenal í titilbaráttunni. Southampton er fallið niður í Championship deildina eftir tap gegn Tottenham.

Liverpool byrjaði betur á Craven Cottage því Alexis Mac Allister kom liðinu yfir þegar hann skoraði með skoti fyrir utan vítateiginn.

Alex Iwobi kom Fulham yfir eftir röð mistaka hjá Andy Robertson. Fyrst átti hann sendingu á Iwobi, síðan skallaði hann boltann aftur á hann. Svo fór boltinn af Robertson og í netið.

Rodrigo Muniz bætti þriðja marki Fulham við en Luis Diaz klóraði í bakkann fyrir Liverpool en nær komust þeir ekki. Þetta var fyrsta tap Liverpool í síðustu 26 leikjum í deildinni.

Southampton er fallið þegar sjö leikir eru ennþá eftir en liðið tapaði gegn Tottenham í dag. Kamaldeen Sulemana var nálægt því að koma Southampton yfir en hann átti skot í stöngina úr dauðafæri.

Stuttu síðar komst Tottenham yfir þegar Brennan Johnson skoraði eftir undirbúning Djed Spence. Johnson var síðan aftur á ferðinni undir lok leiksins og bætti öðru marki sínu og öðru marki Tottenham.

Mateus Fernandes klóraði í bakkann fyrir Southampton en Mathys Tel innsiglaði sigur Tottenham með marki úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Þá gerðu Brentford og Chelsea gerðu markalaust jafntefli.

Brentford 0 - 0 Chelsea

Fulham 3 - 2 Liverpool
0-1 Alexis MacAllister ('14 )
1-1 Ryan Sessegnon ('23 )
2-1 Alex Iwobi ('32 )
3-1 Rodrigo Muniz ('37 )
3-2 Luis Diaz ('72 )

Tottenham 3 - 1 Southampton
1-0 Brennan Johnson ('13 )
2-0 Brennan Johnson ('42 )
3-0 Mathys Tel ('90 , víti)
3-1 Mateus Fernandes ('90 )
Athugasemdir
banner
banner