Það helsta úr slúðurheimum - Robinson efstur á óskalista Liverpool - Mateta eftirsóttur
   sun 06. apríl 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tampa Bay vann í fjarveru Andreu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tampa Bay Sun vann vann Fort Lauderdale í Ofurdeild kvenna í Bandaríkjunum í nótt.

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir er leikmaður Tampa Bay en hún var ekki með í nótt þar sem hún er stödd hér á landi með íslenska landsliðinu sem mætti Noregi á föstudaginn og mætir svo Sviss á þriðjudaginn.

Thelma Hermannsdóttir sat allan tímann á varamannabekknum hjá Fort Lauderdale.

Tampa Bay er í 5. sæti með 30 stig, tveimur stigum á eftir Fort Lauderdale sem er í sætinu fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner