Tampa Bay Sun vann vann Fort Lauderdale í Ofurdeild kvenna í Bandaríkjunum í nótt.
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir er leikmaður Tampa Bay en hún var ekki með í nótt þar sem hún er stödd hér á landi með íslenska landsliðinu sem mætti Noregi á föstudaginn og mætir svo Sviss á þriðjudaginn.
Thelma Hermannsdóttir sat allan tímann á varamannabekknum hjá Fort Lauderdale.
Tampa Bay er í 5. sæti með 30 stig, tveimur stigum á eftir Fort Lauderdale sem er í sætinu fyrir ofan.
Athugasemdir