Það helsta úr slúðurheimum - Robinson efstur á óskalista Liverpool - Mateta eftirsóttur
   lau 05. apríl 2025 20:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Albert lagði upp í jafntefli gegn Milan
Mynd: EPA

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina sem heimsótti AC Milan í ítölsku deildinni í dag.

Hann byrjaði mjög vel þar sem hann lagði upp fyrsta markið á 7. mínútu. Hann átti fyrirgjöf inn á teiginn og Malick Thiaw varð fyrir því óláni að stýra boltanum í eigið net.

Aðeins þremur mínútum síðar bætti Moise Kean við öðru markinu.

Yunus Musah, miðjumaður Milan var í vandræðum í leiknum og Sergio Conceicao, stjóri Milan, ákvað að taka hann af velli eftir 23. mínútna leik fyrir Luca Jovic.

Um það leiti skoraði Tammy Abraham eftir gott samspil við Christian Pulisic. Það var síðan Jovic sem tryggði Milan stig eftir sendingu frá Youssouf Fofana.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 31 20 8 3 69 30 +39 68
2 Napoli 30 19 7 4 47 24 +23 64
3 Atalanta 30 17 7 6 63 29 +34 58
4 Bologna 30 15 11 4 50 34 +16 56
5 Juventus 30 14 13 3 46 28 +18 55
6 Fiorentina 31 15 7 9 49 32 +17 52
7 Roma 30 15 7 8 45 30 +15 52
8 Lazio 30 15 7 8 51 42 +9 52
9 Milan 31 13 9 9 47 37 +10 48
10 Torino 31 9 13 9 35 35 0 40
11 Udinese 31 11 7 13 36 42 -6 40
12 Genoa 31 9 11 11 29 38 -9 38
13 Como 31 8 9 14 39 48 -9 33
14 Verona 31 9 4 18 29 58 -29 31
15 Cagliari 31 7 9 15 31 44 -13 30
16 Parma 31 5 12 14 37 51 -14 27
17 Lecce 31 6 8 17 22 50 -28 26
18 Empoli 31 4 12 15 24 47 -23 24
19 Venezia 31 3 12 16 24 44 -20 21
20 Monza 31 2 9 20 25 55 -30 15
Athugasemdir