Giorgi Mamardashvili, markvörður Valencia, átti frábæran leik þegar liðið vann Real Madrid í spænsku deildinni í dag.
Hann gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu frá Vinicius Junior snemma leiks. Hann sagði frá því eftir leikinn að hann hafi gert veðmál við Vinicius.
Hann gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu frá Vinicius Junior snemma leiks. Hann sagði frá því eftir leikinn að hann hafi gert veðmál við Vinicius.
„Ég spurði hann hvort hann vildi leggja 50 evrur undir og hann sagði já svo ég vann. Hann átti að borga mér eeftir leikinn en hann er ekki búinn að því. Það er ekkert stórmál," sagði Mamardashvili léttur í bragði.
Mamardashvili er 24 ára gamall georgískur markvörður en hann mun ganga til liðs við Liverpool í sumar en það var staðfest síðasta sumar.
Athugasemdir