Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   sun 06. apríl 2025 22:01
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Rautt spjald í markalausu jafntefli
Mynd: EPA
Villarreal 0 - 0 Athletic
Rautt spjald: Pape Gueye, Villarreal ('83)

Villarreal og Athletic gerðu markalaust jafntefli í lokaleik dagsins í La Liga á Spáni.

Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið sem eru í baráttu um Meistaradeildarsæti.

Heimamenn voru ívið betri aðilinn í fyrri hálfleik og fóru illa með nokkur góð færi á meðan Athletic fékk tvö færi.

Bæði lið misstu menn í meiðsli. Yuri Berchiche meiddist í fyrri hálfleik hjá Athletic og þá fór Tajon Buchanan af velli hjá Villarreal eftir hressilega tæklingu.

Thierno Barry, framherji Villarreal, fékk besta færið í síðari hálfleik er hann fékk boltann einn á móti opnu marki, en misreiknaði færið hrikalega. Hann bjóst aldrei við að fá boltann þar sem varnarmenn Athletic voru líklegir til að taka á móti honum og brást honum því bogalistin.

Stuttu eftir það kom hann boltanum í netið og fagnaði gríðarlega, en komst síðar að því að markið fengið ekki að standa þar sem hann handlék boltann í aðdragandanum.

Á lokamínútum leiksins fékk Papa Gueye að líta rauða spjaldið í liði Villarreal fyrir ljóta tæklingu. Athletic fékk eitt gott færi einum fleiri er Dani Vivian stangaði boltann í átt að marki en Junior Reis varði frábærlega.

Markalaust jafntefli niðurstaðan og Athletic áfram í 4. sæti með 54 stig en Villarreal í sætinu fyrir neðan með 48 stig. Villarreal á leik inni og góður möguleiki þar að setja meiri spennu í Meistaradeildarbaráttuna.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 30 21 4 5 83 29 +54 67
2 Real Madrid 30 19 6 5 63 31 +32 63
3 Atletico Madrid 30 17 9 4 49 24 +25 60
4 Athletic 30 14 12 4 46 24 +22 54
5 Villarreal 29 13 9 7 51 39 +12 48
6 Betis 30 13 9 8 41 37 +4 48
7 Celta 30 12 7 11 44 43 +1 43
8 Real Sociedad 30 12 5 13 30 32 -2 41
9 Vallecano 30 10 10 10 33 35 -2 40
10 Mallorca 30 11 7 12 29 37 -8 40
11 Getafe 30 10 9 11 30 25 +5 39
12 Sevilla 30 9 9 12 34 41 -7 36
13 Osasuna 29 7 13 9 33 42 -9 34
14 Valencia 30 8 10 12 34 47 -13 34
15 Girona 30 9 7 14 37 46 -9 34
16 Espanyol 29 8 8 13 31 40 -9 32
17 Alaves 30 7 9 14 33 44 -11 30
18 Leganes 29 6 9 14 28 46 -18 27
19 Las Palmas 30 6 8 16 34 51 -17 26
20 Valladolid 30 4 4 22 19 69 -50 16
Athugasemdir
banner