Fótbolti.net ræddi við Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmann KR, eftir jafntefli liðsins gegn KA á Akureyri í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í dag.
Lestu um leikinn: KA 2 - 2 KR
„Alltaf erfitt að koma inn í mótið og allir extra gíraðir. Við sýndum góða spilkafla og við vitum allir að við getum gert betur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta byrjaði aðeins að rúlla í seinni hálfleik, við byrjuðum að finna svæðin aðeins betur og leyfa boltanum að vinna fyrir okkur, það vantaði bara mörkin," sagði Jói.
Jói skoraði glæislegt mark þegar hann skaut fyrir utan teig yfir Stubb og í hornið.
„Þetta er voða einfalt. Ég fæ boltann frá Finn Tómasi og treysti sjálfum mér nóg til að skjóta og, auðvitað lætur maður vaða," sagði Jói.
Hann hefur fundið sig vel undir stjórn Óskars Hrafns.
„Mér finnst ég vera finna mig mjög vel á miðjunni. Er að spila vel, skora mörk og líður mjög vel," sagði Jói.
Athugasemdir