Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   sun 06. apríl 2025 17:22
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: Stórsigrar hjá Keflavík og Leikni - Höttur/Huginn marði Sindra
Shkelzen Veseli skoraði tvö fyrir Leiknismenn
Shkelzen Veseli skoraði tvö fyrir Leiknismenn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kári Sigfússon fór mikinn í sigri Keflvíkinga
Kári Sigfússon fór mikinn í sigri Keflvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höttur/Huginn verður í pottinum þegar dregið verður í 32-liða úrslit
Höttur/Huginn verður í pottinum þegar dregið verður í 32-liða úrslit
Mynd: Höttur/Huginn
Höttur/Huginn, Keflavík og Leiknir R. eru öll komin áfram í 3. umferð Mjólkurbikarsins eftir góða sigra í dag.

Höttur/Huginn marði Sindra, 1-0, á Fellavelli. Eyþór Magnússon skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik.

Kristján Jakob Ásgrímsson, leikmaður Hattar/Hugins, fékk að líta rauða spjaldið á lokamínútum leiksins en það kom ekki að sök og verður liðið í pottinum þegar dregið verður í 32-liða úrslit.

Keflavík valtaði yfir Þrótt V, 6-0, á gervigrasinu í Nettóhöllinni.

Kári Sigfússon skoraði tvívegis fyrir Keflavík en þeir Eiður Orri Ragnarsson, Gabríel Aron Sævarsson, Muhamed Alghoul og Valur Þór Hákonarson komust einnig á blað fyrir heimamenn. Öruggt og þægilegt hjá Keflavík.

Leiknismenn voru í svipuðu stuði gegn Kríu. Þeim leik lauk með 5-0 sigri Breiðhyltinga. Shkelzen Veseli og Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoruðu báðir tvö og Daði Bærings Halldórsson eitt.

Dregið verður í 32-liða úrslit á morgun.

Höttur/Huginn 1 - 0 Sindri
1-0 Eyþór Magnússon ('46 )
Rautt spjald: Kristján Jakob Ásgrímsson , Höttur/Huginn ('90)

Höttur/Huginn Gerard Tomas Iborra (m), André Musa Solórzano Abed (15'), Þór Albertsson, Eyþór Magnússon, Danilo Milenkovic, Sæþór Ívan Viðarsson (65'), Þórhallur Ási Aðalsteinsson (65'), Árni Veigar Árnason, Stefán Ómar Magnússon (80'), Kristófer Máni Sigurðsson, Kristján Jakob Ásgrímsson
Varamenn Rafael Llop Caballe (80'), Bjarki Fannar Helgason (15'), Bjarki Nóel Brynjarsson (65'), Björgvin Stefán Pétursson, Ívar Logi Jóhannsson (65'), Anton Elís Jónsson, Brynjar Smári Ísleifsson (m)

Sindri Oskar Karol Jarosz (m), Birkir Snær Ingólfsson (65'), Ivan Eres (65'), Adrian Esteban Garcia Ramirez (52'), Kjartan Jóhann R. Einarsson, Ragnar Þór Gunnarsson (58'), Abdul Bangura, Ivan Paponja, Ibrahim Sorie Barrie, Kristján Örn Þorvarðarson (65'), Björgvin Ingi Ólason
Varamenn Patrekur Máni Ingólfsson (65), Arnar Hrafn Ólafsson (65), Óðinn Pálmason, Jóhannes Adolf Gunnsteinsson (58), Jóhann Frans Ólason (65), Kristofer Hernandez (52), Maríus Máni Jónsson

Keflavík 6 - 0 Þróttur V.
1-0 Eiður Orri Ragnarsson ('40 )
2-0 Kári Sigfússon ('51 )
3-0 Gabríel Aron Sævarsson ('53 )
4-0 Muhamed Alghoul ('57 , víti)
5-0 Kári Sigfússon ('61 )
6-0 Valur Þór Hákonarson ('89 )
Lestu um leikinn

Keflavík Sindri Kristinn Ólafsson (m), Sindri Snær Magnússon (62'), Axel Ingi Jóhannesson, Ígnacio Heras Anglada, Gabríel Aron Sævarsson, Muhamed Alghoul (62'), Ernir Bjarnason (67'), Eiður Orri Ragnarsson (67'), Ásgeir Páll Magnússon, Kári Sigfússon (67'), Marin Brigic
Varamenn Stefán Jón Friðriksson (62'), Ari Steinn Guðmundsson (67'), Baldur Logi Brynjarsson (67'), Edon Osmani (62'), Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Valur Þór Hákonarson (67'), Guðjón Snorri Herbertsson (m)

Þróttur V. Jökull Blængsson (m), Guðni Sigþórsson, Auðun Gauti Auðunsson, Hilmar Starri Hilmarsson, Jón Veigar Kristjánsson (62'), Sigurður Agnar Br. Arnþórsson (48'), Jóhannes Karl Bárðarson (62'), Mikhael Kári Olamide Banjoko (90'), Ásgeir Marteinsson (62'), Rúnar Ingi Eysteinsson, Kostiantyn Pikul
Varamenn Hreinn Ingi Örnólfsson, Anton Breki Óskarsson (62), Ólafur Örn Eyjólfsson (62), Jón Kristinn Ingason (62), Almar Máni Þórisson (48), Kjartan Þór Þórisson (90), Rökkvi Rafn Agnesarson (m)

Leiknir R. 5 - 0 Kría
1-0 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('11 )
1-0 Sindri Björnsson ('23 , misnotað víti)
2-0 Shkelzen Veseli ('35 )
3-0 Daði Bærings Halldórsson ('86 )
4-0 Shkelzen Veseli ('88 )
5-0 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('90 )
Lestu um leikinn

Leiknir R. Bjarki Arnaldarson (m), Daði Bærings Halldórsson, Jón Arnar Sigurðsson, Róbert Quental Árnason, Sindri Björnsson (80'), Shkelzen Veseli, Arnór Daði Aðalsteinsson, Axel Freyr Harðarson (77'), Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, Kári Steinn Hlífarsson (74'), Anton Fannar Kjartansson
Varamenn Bogdan Bogdanovic, Gísli Alexander Ágústsson, Davíð Júlían Jónsson (74'), Marko Zivkovic, Þorsteinn Emil Jónsson (80'), Karan Gurung (77'), Anton Breki Sigurðsson

Kría Ásþór Breki Ragnarsson, Pétur Theódór Árnason, Halldór Kristján Baldursson, Bjarni Rögnvaldsson, Ólafur Stefán Ólafsson (46'), Einar Örn Sigurðsson (66'), Vilhelm Bjarki Viðarsson, Ingi Hrafn Guðbrandsson, Arnar Þór Helgason, Einar Þórðarson, Gústaf Sigurðsson (86')
Varamenn Kolbeinn Ólafsson (66), Markús Þórðarson (46), Atli Þór Jónsson (86)
Athugasemdir
banner