Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   sun 06. apríl 2025 19:47
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Union fjarlægist fallbaráttuna
Benedict Hollerbach skoraði sigurmarkið fyrir Union
Benedict Hollerbach skoraði sigurmarkið fyrir Union
Mynd: EPA
Allt stefnir í að Union Berlín muni spila í þýsku úrvalsdeildinni áttunda tímabilið í röð eftir að liðið vann Wolfsburg 1-0 á heimavelli í dag.

Benedict Hollerbach skoraði eina mark Union þegar hálftími var eftir af leiknum.

Þeir tóku íslensku aðferðina í markinu. Langt innkast á nærstöng og eftir smá skallatennis datt boltinn fyrir Hollerbach sem setti hann í autt netið.

Union skapaði sér mun betri færi í leiknum og verðskuldaði sigurinn, en liðið er nú með 33 stig í 13. sæti og ellefu stigum fyrir ofan fallsæti þegar lítið er eftir af móti.

St. Pauli og Borussia Mönchengladbach gerðu 1-1 jafntefli. Heimamenn voru betri stærstan hluta fyrir hálfleiksins og sköpuðu sér betri færi en fengu mark í andlitið undir lok hans er Ko Itakura stangaði boltann utarlega í teignum efst í hægra hornið.

Áfram héldu heimamenn að skapa sér færi í síðari og kom jöfnunarmarkið á endanum er Oladapo Afolayan hamraði boltanum fyrir utan teig í hægra hornið. Jafntefli niðurstaðan og högg í Evrópubaráttu Gladbach sem er í 6. sæti með 44 stig en St. Pauli í 15. sæti með 26 stig.

Union Berlin 1 - 0 Wolfsburg
1-0 Benedict Hollerbach ('63 )

St. Pauli 1 - 1 Borussia M.
0-1 Ko Itakura ('45 )
1-1 Oladapo Afolayan ('85 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 28 21 5 2 81 27 +54 68
2 Leverkusen 28 18 8 2 63 34 +29 62
3 Eintracht Frankfurt 28 14 6 8 55 42 +13 48
4 Mainz 28 13 7 8 46 32 +14 46
5 RB Leipzig 28 12 9 7 44 35 +9 45
6 Gladbach 28 13 5 10 45 41 +4 44
7 Freiburg 28 12 6 10 38 44 -6 42
8 Dortmund 28 12 5 11 52 43 +9 41
9 Stuttgart 28 11 7 10 51 44 +7 40
10 Werder 28 11 6 11 45 53 -8 39
11 Augsburg 28 10 9 9 31 39 -8 39
12 Wolfsburg 28 10 8 10 49 42 +7 38
13 Union Berlin 28 9 6 13 26 40 -14 33
14 Hoffenheim 28 6 9 13 34 52 -18 27
15 St. Pauli 28 7 5 16 23 34 -11 26
16 Heidenheim 28 6 4 18 32 53 -21 22
17 Bochum 28 5 5 18 28 59 -31 20
18 Holstein Kiel 28 4 6 18 39 68 -29 18
Athugasemdir
banner