Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   sun 06. apríl 2025 12:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Þórir Jóhann lagði upp í Íslendingaslag
Þórir Jóhann Helgason
Þórir Jóhann Helgason
Mynd: EPA
Lecce 1 - 1 Venezia
0-1 Antonino Gallo ('50 , sjálfsmark)
1-1 Federico Baschirotto ('65 )

Það var fallbaráttuslagur í ítölsku deildinni í dag þegar Lecce fékk Venezia í heimsókn.

Þórir Jóhann Helgason lék allan leikinn fyrir Lecce. Mikael Egill kom inn á hjá Venezia þegar rúmur stundafjórðungur var til leiksloka en Bjarki Steinn Bjarkason sat allan tímann á bekknum.

Venezia komst yfir snemma í seinni hálfleik þegar Antonio Gallo varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir hornspyrnu.

Stundafjórðungi síðar skoraði Federico Baschirotto eftir hornspyrnu frá Þóri Jóhanni og þar við sat.

Lecce er aðeins þremur stigum frá fallsæti eftir leikinn og Venezia áfram fimm stigum frá öruggu sæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 31 20 8 3 69 30 +39 68
2 Napoli 30 19 7 4 47 24 +23 64
3 Atalanta 31 17 7 7 63 30 +33 58
4 Juventus 31 14 14 3 47 29 +18 56
5 Bologna 30 15 11 4 50 34 +16 56
6 Lazio 31 16 7 8 52 42 +10 55
7 Roma 31 15 8 8 46 31 +15 53
8 Fiorentina 31 15 7 9 49 32 +17 52
9 Milan 31 13 9 9 47 37 +10 48
10 Torino 31 9 13 9 36 36 0 40
11 Udinese 31 11 7 13 36 42 -6 40
12 Genoa 31 9 11 11 29 38 -9 38
13 Como 31 8 9 14 39 48 -9 33
14 Verona 31 9 4 18 30 59 -29 31
15 Cagliari 31 7 9 15 31 44 -13 30
16 Parma 31 5 12 14 37 51 -14 27
17 Lecce 31 6 8 17 22 50 -28 26
18 Empoli 31 4 12 15 24 47 -23 24
19 Venezia 31 3 12 16 24 44 -20 21
20 Monza 31 2 9 20 25 55 -30 15
Athugasemdir
banner