PSG er franskur meistari fjórða árið í röð eftir sigur á Angers í dag.
Desire Doue skoraði eina mark leiksins eftir fyrirgjöf frá Khvicha Kvaratskhelia eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.
Desire Doue skoraði eina mark leiksins eftir fyrirgjöf frá Khvicha Kvaratskhelia eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.
Það eru enn sex umferðir eftir en liðið er með 74 stig eftir 28 umferðir og hefur ekki tapað leik.
Þetta er 13. deildartitill félagsins en liðið hefur unnið ellefu titla á síðustu þrettán árum.
Luis Enrique tók við liðinu árið 2023. Hann vann alla titlana í Frakklandi á síðustu leiktíð og hefur tækifæri á að gera enn betur í ár. Liðið mætir Reims í úrslitum bikarsins og mætir Aston Villa í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn.
+1 ???????? pic.twitter.com/oVdNNJ6RaR
— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) April 5, 2025
Athugasemdir