Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 18:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einkunnir Íslands: Hefðum átt að vinna þennan leik
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Emilía hljóp mjög mikið.
Emilía hljóp mjög mikið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland gerði markalaust jafntefli við Noreg í Þjóðadeildinni í dag. Stelpurnar okkar voru klaufar að vinna þetta ekki; fengu svo sannarlega færin til þess.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir - 6
Varði einu sinni vel í leiknum, en hafði annars ekkert mikið að gera. Var svolítið óörugg í leiknum.

Guðný Árnadóttir - 6
Fín frammistaða, þá aðallega varnarlega. Var betri í spilinu eftir því sem leið á leikinn. Virtist tengja best í uppspilinu þegar Hlín var á hægri kanti.

Guðrún Arnardóttir - 6
Góð varnarlega að venju, en lenti í talsverðum vandræðum með uppspilið á köflum.

Ingibjörg Sigurðardóttir - 7
Fyrirliði og var mjög sterk. Átti eina svakalega góða tæklingu.

Sædís Rún Heiðarsdóttir - 6
Fínasti leikur hjá Sædísi. Hornspyrnurnar urðu betri þegar leið á leikinn.

Berglind Rós Ágústsdóttir - 7
Var frábær í leiknum, mikið að vinna boltann og komst nálægt því að skora. Stimplaði sig vel inn í íslenska liðið.

Hildur Antonsdóttir - 7
Skilaði mjög flottu dagsverki áður en hún var tekin út af. Átti einn verulega góðan sprett í fyrri hálfleik.

Hlín Eiríksdóttir - 5
Komst ekki í neinn stórkostlegan takt við leikinn og var ekki mikil ógn við markið í dag.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 5
Ekki besti leikur Karólínu. Hún fann sig ekki vel. Var heppin þegar hún tapaði boltanum illa á vondum stað í fyrri hálfleik og hefði átt að fara betur með færi. Vaknaði aðeins undir lokin.

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - 7
Var öflug í fyrri hálfleiknum og sýndi flotta takta, en það dró af henni í seinni hálfleik. Hljóp gífurlega mikið fyrir liðið.

Sveindís Jane Jónsdóttir - 6
Mikill kraftur í Sveindísi. Við treystum mikið á hana í okkar sóknarleik og öll hættan er yfirleitt í kringum hana, en hún þarf að gera betur á síðasta þriðjungi.

Varamenn:
Sandra María Jessen - 6
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir - 6
Aðrar spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner