lau 05. apríl 2025 18:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Aston Villa með sterkan sigur gegn Forest
Mynd: EPA
Aston Villa 2 - 1 Nott. Forest
1-0 Morgan Rogers ('13 )
2-0 Donyell Malen ('15 )
2-1 Jota Silva ('58 )

Aston Villa nældi í sterkan sigur gegn Nottingham Forest en liðið komst í Evrópusæti með sigrinum.

Aston Villa komst verðskuldað yfir þegar Yuri Tielemans átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Forest á Morgan Rogers sem kláraði færið vel. Aðeins tveimur mínútum síðar bætti Donyell Malen við öðru markinu eftir fyrirgjöf frá Ian Maatsen.

Leikmenn Nottingham Forest tóku við sér í kjölfarið og Anthony Elanga fékk færi en skaut framhjá og stuttu síðar átti Callum Hudson-Odoi einnig skot framhjá úr góðu færi.

Forest byrjaði seinni hálfleikinn mjög sterkt. Eftir tæplega klukkutíma leik minnkaði Jota Silva metin eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik.

Neco Williams lagði upp markið en hann hefði sjálfur getað jafnað metin þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma en skot hans framhjá.

Murillo var nálægt því að jafna metin í uppbótatíma þegar hann átti fast skot að marki en boltinn fór í slána.

Aston Villa er í 6. sæti með 51 stig en Nottingham Forest er með 57 stig í 3. sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 30 22 7 1 70 27 +43 73
2 Arsenal 31 17 11 3 56 26 +30 62
3 Nott. Forest 31 17 6 8 51 37 +14 57
4 Chelsea 30 15 7 8 54 37 +17 52
5 Man City 30 15 6 9 57 40 +17 51
6 Aston Villa 31 14 9 8 46 46 0 51
7 Newcastle 29 15 5 9 49 39 +10 50
8 Brighton 31 12 11 8 49 47 +2 47
9 Bournemouth 31 12 9 10 51 40 +11 45
10 Fulham 30 12 9 9 44 40 +4 45
11 Crystal Palace 30 11 10 9 39 35 +4 43
12 Brentford 30 12 5 13 51 47 +4 41
13 Man Utd 30 10 7 13 37 41 -4 37
14 Everton 31 7 14 10 33 38 -5 35
15 West Ham 31 9 8 14 35 52 -17 35
16 Tottenham 30 10 4 16 55 44 +11 34
17 Wolves 31 9 5 17 43 59 -16 32
18 Ipswich Town 31 4 8 19 31 65 -34 20
19 Leicester 30 4 5 21 25 67 -42 17
20 Southampton 30 2 4 24 22 71 -49 10
Athugasemdir
banner
banner