Everton 1 - 1 Arsenal
0-1 Leandro Trossard ('34 )
1-1 Iliman Ndiaye ('49 , víti)
0-1 Leandro Trossard ('34 )
1-1 Iliman Ndiaye ('49 , víti)
Draumur Arsenal um að vinna ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili er líklega úti eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Everton í 31. umferð deildarinnar á Goodison Park í dag.
Arsenal var tólf stigum á eftir toppliði Liverpool fyrir umferðina og gat það saxað forystuna niður í níu stig.
Fyrir leikinn var minning enska framherjans Kevin Campbell heiðruð en hann lést eftir stutt en erfið veikindi á síðasta ári. Campbell spilaði með Everton og Arsenal á ferlinum og ómuðu lófaklöpp stuðningsmanna um allan leikvanginn.
Everton-menn fengu álitlegt færi eftir 17 mínútur er Jake O'Brien fékk boltann í bringuna eftir aukaspyrnu en hann náði ekki að koma boltanum inn fyrir línuna.
En annars var fyrsti hálftíminn fremur dapurlegur. Það breyttist á 34. mínútu er Raheem Sterling keyrði í átt að teignum, lagði hann til vinstri á Leandro Trossard sem skoraði með góðu skoti neðst í hægra hornið.
Staðan 1-0 fyrir Arsenal í hálfleik en Everton tókst að jafna snemma í þeim síðari.
Myles Lewis-Skelly reif í Jack Harrison í teignum og var dómarinn í engum vafa með að dæma vítaspyrnu þó endursýning hafi sýnt að báðir voru að rífa í hvorn annan. Ódýr vítaspyrn en Everton tók því og skoraði Iliman Ndiaye úr spyrnunni.
Þetta gaf Everton-mönnum orku. Abdoulaye Doucoure átti ágætis tilraun stuttu síðar sem David Raya varði.
Þegar það leið á síðari hálfleikinn tók Arsenal aftur völdin og fór að ógna marki heimamanna. Jordan Pickford varði meistaralega frá Trossard og þá fengu Martin Ödegaard og Mikel Merino upplögð tækifæri til að skora, en nýttu ekki.
Sigurmarkið kom aldrei og skildu liðin jöfn, 1-1. Högg í baráttu Arsenal sem er nú ellefu stigum á eftir Liverpool en Everton með 35 stig í 14. sæti.
Athugasemdir