Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   sun 06. apríl 2025 20:07
Brynjar Ingi Erluson
Er Ten Hag að taka við Roma?
Mynd: EPA
Hollenski þjálfarinn Erik ten Hag er meðal áhorfenda á leik Roma og Juventus í Seríu A á Ítalíu sem ýtir undir þann orðróm að hann sé að taka við Roma.

Ten Hag hefur verið án starfs síðan í nóvember er hann var rekinn frá Manchester United.

Hann hefur verið að skoða möguleikana en það er talinn ágætis líkur á því að hann sé á leið í ítalska boltann.

Hollendingurinn er staddur á leik Roma og Juventus í Seríu A, en hann er þar í boði Friedkin Group sem á meirihluta í Roma. Hann gistir þá á sama hóteli og þeir Victor Nelsson og Anass-Salah Eddine gistu á þegar þeir voru að ganga í raðir félagsins í janúar.

Gazzetta dello Sport heldur því þó fram að Roma hefur ekki hafið formlegar viðræður við Ten Hag eða umboðsmann hans.

Claudio Ranieri er þjálfari Roma í dag en mun líklega fara frá félaginu í sumar. Hann var hættur í þjálfun en ákvað að snúa aftur í nóvember til að hjálpa Roma og gerði þá samning út tímabilið.


Athugasemdir
banner