Udogie orðaður við Man City - Huijsen eftirsóttur - Will Still gæti tekið við Southampton
   sun 06. apríl 2025 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Orri fékk hálftíma í góðum sigri - Atlético gerði sigurmarkið í uppbótartíma
Atlético ætlar að reyna koma bakdyramegin inn í titilbaráttuna
Atlético ætlar að reyna koma bakdyramegin inn í titilbaráttuna
Mynd: EPA
Orri Steinn spilaði hálftíma
Orri Steinn spilaði hálftíma
Mynd: EPA
Real Sociedad eygir áfram von um að komast í Evrópukeppni á næsta tímabili en liðið gaf þeirri baráttu líf með því að vinna Las Palmas, 3-1, í La Liga í dag.

Mikel Oyarzabal, fyrirliði Sociedad, og Sergio Gomez komu gestunum í 2-0 áður en Skotinn Oli McBurnie minnkaði muninn fyrir heimamenn.

Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum hjá Sociedad eftir mark McBurnie og lék síðasta hálftímann, en á þeim tíma tókst Jon Aramburu að gulltryggja sigur Sociedad.

Sociedad er í 8. sæti með 41 stig og nú sjö stigum frá Evrópusæti þegar átta umferðir eru eftir.

Pablo Barrios var hetja Atlético í 2-1 sigrinum á Sevilla með marki á þriðju mínútu í uppbótartíma.

Lucien Agoume kom Sevilla yfir á 7. mínútu en Julian Alvarez jafnaði úr víti átta mínútum síðar. Barrios tók málin í sínar hendur undir lokin og skoraði gott mark eftir flott einstaklingsframtak.

Atlético er í 3. sæti með 60 stig, þremur stigum frá Real Madrid sem er í öðru sæti.

Ramon Terras skoraði tvennu í 4-0 sigri Getafe á Real Valladolid en heimamenn í Valladolid spiluðu manni færri allan seinni hálfleikinn eftir að Mario Martin fékk að líta rauða spjaldið.

Valladolid er áfram á botninum með 16 stig og styttist í að fall liðsins verði staðfest en Getafe er í 11. sæti með 39 stig.

Las Palmas 1 - 3 Real Sociedad
0-1 Mikel Oyarzabal ('5 )
0-2 Sergio Gomez ('56 )
1-2 Oli McBurnie ('60 )
1-3 Jon Aramburu ('68 )

Sevilla 1 - 2 Atletico Madrid
1-0 Lucien Agoume ('7 )
1-1 Julian Alvarez ('25 , víti)
1-2 Pablo Barrios ('90 )

Valladolid 0 - 4 Getafe
0-1 Mauro Arambarri ('1 )
0-2 Ramon Terrats ('19 )
0-3 Ramon Terrats ('38 )
0-4 Domingos Duarte ('80 )
Rautt spjald: Mario Martin, Valladolid ('45)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 30 21 4 5 83 29 +54 67
2 Real Madrid 30 19 6 5 63 31 +32 63
3 Atletico Madrid 30 17 9 4 49 24 +25 60
4 Athletic 30 14 12 4 46 24 +22 54
5 Villarreal 29 13 9 7 51 39 +12 48
6 Betis 30 13 9 8 41 37 +4 48
7 Celta 30 12 7 11 44 43 +1 43
8 Real Sociedad 30 12 5 13 30 32 -2 41
9 Vallecano 30 10 10 10 33 35 -2 40
10 Mallorca 30 11 7 12 29 37 -8 40
11 Getafe 30 10 9 11 30 25 +5 39
12 Sevilla 30 9 9 12 34 41 -7 36
13 Osasuna 30 7 14 9 34 43 -9 35
14 Valencia 30 8 10 12 34 47 -13 34
15 Girona 30 9 7 14 37 46 -9 34
16 Espanyol 29 8 8 13 31 40 -9 32
17 Alaves 30 7 9 14 33 44 -11 30
18 Leganes 30 6 10 14 29 47 -18 28
19 Las Palmas 30 6 8 16 34 51 -17 26
20 Valladolid 30 4 4 22 19 69 -50 16
Athugasemdir
banner
banner