Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Kane skoraði í endurkomusigri
Harry Kane og Jamal Musiala skoruðu
Harry Kane og Jamal Musiala skoruðu
Mynd: EPA
Augsburg 1 - 3 Bayern
1-0 Dimitrios Giannoulis ('30 )
1-1 Jamal Musiala ('42 )
1-2 Harry Kane ('60 )
1-3 Chrislain Matsima ('90 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Cedric Zesiger, Augsburg ('59)

Bayern Munchen lenti undir þegar liðið mætti Augsburg í kvöld en kom til baka og vann öruggan sigur að lokum.

Dimitrios Giannoulis kom Augsburg yfir eftir hálftíma leik þegar hann negldi boltanum upp í þaknetið.

Jamal Musiala jafnaði metin af miklu harðfylgi undir lok fyrri hálfleiks. Hann varð hins vegar fyrir því óláni að meiðast snemma í seinni hálfleik og þurfti að fara af velli.

Harry Kane kom Bayern yfir eftir klukkutíma leik þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Michael Olise. Stuttu áður hafði Cedric Zesiger leikmaður Augsburg fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Chrislain Matsima, varnarmaður Augsburg, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann reyndi að verjast fyrirgjöf frá Leroy Sane og þar við sat.

Bayern er á toppnum með 68 stig eftir 28 umferðir, níu stigum á undan Leverkusen sem á leik til góða um helgina. Augsburg er í 8. sæti með 39 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 28 21 5 2 81 27 +54 68
2 Leverkusen 27 17 8 2 62 34 +28 59
3 Eintracht Frankfurt 27 14 6 7 55 40 +15 48
4 Mainz 27 13 6 8 45 31 +14 45
5 Gladbach 27 13 4 10 44 40 +4 43
6 RB Leipzig 27 11 9 7 41 34 +7 42
7 Freiburg 27 12 6 9 37 40 -3 42
8 Augsburg 28 10 9 9 31 39 -8 39
9 Wolfsburg 27 10 8 9 49 41 +8 38
10 Dortmund 27 11 5 11 48 42 +6 38
11 Stuttgart 27 10 7 10 47 44 +3 37
12 Werder 27 10 6 11 43 53 -10 36
13 Union Berlin 27 8 6 13 25 40 -15 30
14 Hoffenheim 27 6 9 12 33 49 -16 27
15 St. Pauli 27 7 4 16 22 33 -11 25
16 Heidenheim 27 6 4 17 32 52 -20 22
17 Bochum 27 5 5 17 28 55 -27 20
18 Holstein Kiel 27 4 5 18 38 67 -29 17
Athugasemdir
banner