Wolves reynir við Sancho - Arsenal skoðar aðra kosti - Garnacho á förum?
   lau 05. apríl 2025 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Burnley á toppinn - Lampard sá rautt
Mynd: EPA
Frank Lampard sá rautt fyrir að hafa látið óviðeigandi orð falla í garð dómarans
Frank Lampard sá rautt fyrir að hafa látið óviðeigandi orð falla í garð dómarans
Mynd: EPA
Burnley tyllti sér á toppinn í ensku B-deildinni í dag er það vann Coventry City, 2-1. Leeds gerði á meðan 1-1 jafntefli við botnbaráttulið Luton Town og er komið niður í þriðja sæti.

Burnley, sem hefur haldið hreinu oftast allra liða á tímabilinu, fékk óvænt á sig mark eftir fimm mínútna leik er Haji Wright skoraði en Jaidon Anthony var ekki lengi að svara fyrir Burnley.

Hann skoraði rúmum ellefu mínútum síðar og gerði síðan sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks. Eftir leikinn fékk Frank Lampard, stjóri Coventry, að líta rauða spjaldið fyrir að hafa sagt eitthvað við dómarateymi leiksins. Mikill hiti var í leiknum og eitthvað um umdeildarákvarðanir en nú er ljóst að Lampard verður í banni í næsta leik.

Sigurinn kom Burnley á toppinn með 84 stig þegar sex umferðir eru eftir af deildinni. Liðið hefur ekki tapað í 27 leikjum í röð og batt í leiðinni enda á fjögurra leikja sigurhrinu Coventry á heimavelli.

Leeds gerði á meðan svekkjandi 1-1 jafntefli við Luton á Kenilworth Road.

Isaiah Jones tók forystuna fyrir Luton á 15. mínútu áður en Daniel James jafnaði metin.

Manor Solomon fékk algert dauðafæri til að landa sigrinum fyrir Leeds. Hann kom sér í frábæra stöðu til að skora og var í raun erfiðara að klúðra því en að skora, en tókst ekki að setja boltann á rammann.

Leeds fer niður í 3. sæti deildarinnar með 82 stig aðeins tveimur stigum frá toppnum.

Trai Hume skoraði sigurmark Sunderland í 1-0 sigrinum á WBA og er liðið á leið í umspil. Sunderland er í 4. sæti með 75 stig en WBA einu sæti fyrir neðan umspilið með 57 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Coventry 1 - 2 Burnley
1-0 Haji Wright ('5 )
1-1 Jaidon Anthony ('16 )
1-2 Jaidon Anthony ('46 )

Luton 1 - 1 Leeds
1-0 Isaiah Jones ('15 )
1-1 Daniel James ('28 )

West Brom 0 - 1 Sunderland
0-1 Trai Hume ('35 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Burnley 40 23 15 2 55 12 +43 84
2 Sheffield Utd 40 26 7 7 56 30 +26 83
3 Leeds 40 23 13 4 79 28 +51 82
4 Sunderland 40 21 12 7 57 37 +20 75
5 Middlesbrough 40 17 9 14 61 49 +12 60
6 Bristol City 40 15 15 10 51 43 +8 60
7 Coventry 40 17 8 15 57 53 +4 59
8 West Brom 40 13 18 9 48 36 +12 57
9 Millwall 40 14 12 14 39 41 -2 54
10 Watford 40 15 8 17 48 53 -5 53
11 Norwich 40 13 13 14 62 56 +6 52
12 Blackburn 40 15 7 18 42 43 -1 52
13 Sheff Wed 40 14 10 16 54 61 -7 52
14 Preston NE 40 10 18 12 40 47 -7 48
15 Swansea 40 13 9 18 41 51 -10 48
16 QPR 40 11 13 16 45 53 -8 46
17 Portsmouth 40 12 9 19 48 63 -15 45
18 Oxford United 40 11 12 17 41 57 -16 45
19 Hull City 40 11 11 18 40 48 -8 44
20 Stoke City 40 10 13 17 41 53 -12 43
21 Derby County 40 11 8 21 42 52 -10 41
22 Cardiff City 40 9 14 17 43 63 -20 41
23 Luton 40 10 9 21 36 61 -25 39
24 Plymouth 40 8 13 19 42 78 -36 37
Athugasemdir
banner