Opnunarleikur Bestu deildar karla fer af stað eftir klukkutíma þegar Breiðablik og Afturelding mætast. Byrjunarliðin hafa verið birt en það má sjá þau hér fyrir neðan.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 0 Afturelding
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks stillir upp sama liði sem vann KA 3-1 í Meistarar meistaranna. Þar eru leikmenn í liðinu sem hafa komið inn á þessum vetri á borð við Tobias Thomsen, Valgeir Valgeirsson, Óli Valur Ómarsson og Anton Logi Lúðvíksson. Einnig verður spennandi að fylgjast með Gabríel Snæ Hallsyni sem fær tækifærið í byrjunarliðinu. Það er strákur fæddur 2007, sem hefur verið mjög góður á undirbúningstímabilinu.
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar stillir upp öllum sínum þremur nýliðum í byrjunarliðinu. Axel Óskar Andrésson, Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson. Áhugaverðast er þó að Elmar Kári Enesson Cogic byrji á bekknum.
Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Óli Valur Ómarsson
11. Aron Bjarnason
13. Anton Logi Lúðvíksson
17. Valgeir Valgeirsson
21. Viktor Örn Margeirsson
29. Gabríel Snær Hallsson
77. Tobias Thomsen
Byrjunarlið Afturelding:
1. Jökull Andrésson (m)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
9. Andri Freyr Jónasson
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
21. Þórður Gunnar Hafþórsson
23. Sigurpáll Melberg Pálsson
25. Georg Bjarnason
30. Oliver Sigurjónsson
77. Hrannar Snær Magnússon