Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   sun 06. apríl 2025 18:55
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr Manchester-slagnum: Fernandes valinn bestur og Casemiro setti met
Casemiro og Bruno Fernandes voru öflugir
Casemiro og Bruno Fernandes voru öflugir
Mynd: EPA
Bruno Fernandes var valinn besti maður leiksins í markalausu jafntefli Manchester United og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Portúgalinn fær 8 í einkunn fyrir frammistöðuna eins og Casemiro, sem setti nýtt met á þessu tímabili en hann átti samtals ellefu tæklingar og vann þá þrettán einvígi.

Patrick Dorgu var þriðji besti maður United með 7 í einkunn.

Ruben Dias var bestur í liði Manchester City með 7, en margir úr liðunum voru með fimmu.

Man Utd: Onana (6); Mazraoui (6), Maguire (5), Yoro (6); Dalot (5), Ugarte (6), Casemiro (8), Dorgu (7); Garnacho (5), Fernandes (8); Hojlund (5)
Varamenn: Lindelof (6), Zirkzee (6), Mount (6)

Man City: Ederson (6); Nunes (6), Dias (7), Gvardiol (6), O’Reilly (6); Kovacic (5), Gundogan (5), De Bruyne (6); Foden (5), Marmoush (6), Bernardo (5)
Varamenn: Doku (5), Grealish (6), Lewis (6)
Athugasemdir
banner