City horfir til Bruno og Reijnders - Chelsea vill Rodrygo - Leeds hyggst selja Meslier
   lau 05. apríl 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kounde: Erum með lið sem getur unnið fernuna
Mynd: EPA
Jules Kounde, leikmaður Barcelona, hefur mikla trú á liðinu en hann telur það eiga góða möguleika á að vinna allt sem í boði er.

Liðið hefur þegar unnið spænska ofurbikarinn, þá er liðið á toppnum í spænsku deildinni, komið í úrslit bikarsins og í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Já við getum leyft okkur að dreyma, við erum í góðum málum í öllum keppnum, komnir í úrslit spænska bikarsins. Leiðin er löng en við höfum trú á þessu, við erum með liðið í þetta. Ef við höldum áfram að leggja hart að okkur er allt hægt," sagði Kounde.

„Maður verður að vera með heppnina með sér en maður getur líka skapað sér sína eigin heppni. Stjórinn er að gera góða hluti, leikmennirnir skilja leikstílinn og í hvert sinn sem við njótum þess að spila munu úrslitin fylgja."
Athugasemdir