Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 22:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Postecoglou: Þjóðarátak þegar eitthvað er á móti Liverpool
Mynd: EPA
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, gagnrýndi umræðuna í kringum liðið eftir tap gegn Chelsea í gær.

Margir fyrrum leikmenn liðsins, sem eru sérfræðingar í fjölmiðlum, hafa gagnrýnt Tottenham. Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á Pape Matar Sarr þegar hann kom inn á sem varamaður.

Hann skoraði og Postecoglou snéri sér að stuðningsmönnunum og setti hendurnar að eyrunum en markið var síðan dæmt af. Jamie Redknapp, sérfræðingur hjá Sky Sports, gagnrýndi Postecoglou fyrir látbragðið.

„Síðan ég kom hingað hafa tvær ákvarðanir verið með okkur gegn Liverpool og þá hefur farið þjóðarátak af stað," sagði Postecoglou.

„Ég kveiki aldrei á sjónvarpinu og heyri einhverja sterka rödd. Eina röddin sem ég heyri er mín. Það eru miklu fleiri raddir þegar við erum að tala um stærri félög."

„Það er aldrei neinn að verja félagið eða félagið að verja sig sjálft sem gerir þetta enn erfiðara því öll félög ganga í gegnum erfiða kafla og þetta snýst um hvernig þú bregst við því. Þetta er einstök áaskorun en ég tekst á við hana og verð að finna leið til að komast í gegnum þetta," sagði Postecoglou að lokum.
Athugasemdir
banner
banner