Steypustöðin áfram með Bestu (og sterkustu) deildinni
Steypustöðin hefur endurnýjað samstarfssamning sinn við Bestu deildina til næstu þriggja ára og heldur áfram sem aðalstyrktaraðili efstu deildar karla og kvenna í knattspyrnu.
Steypustöðin hefur endurnýjað samstarfssamning sinn við Bestu deildina til næstu þriggja ára og heldur áfram sem aðalstyrktaraðili efstu deildar karla og kvenna í knattspyrnu.
„Við erum stolt af því að taka þátt í því að styðja við íslenska knattspyrnu,“ segir Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar.
„Knattspyrna sameinar samfélög, krefst sterkrar liðsheildar og skiptir miklu máli fyrir uppbyggingu íþróttalífs fyrir komandi kynslóðir. Þetta samstarf er okkur afar mikilvægt og við hlökkum til næstu þriggja ára."
Samstarfið við Bestu deildina er hluti af víðtækari samfélagsáherslu Steypustöðvarinnar, þar sem lögð er áhersla á að styðja við jákvæða og uppbyggilega starfsemi um land allt. Sem aðalstyrktaraðili deildarinnar vill fyrirtækið vera virkur þátttakandi í að efla bæði karla- og kvennaknattspyrnu til framtíðar.
Á myndinni má sjá Björn Þór Ingason, markaðsstjóra Íslensks Toppfótbolta, og Björn Inga Victorsson, forstjóra Steypustöðvarinnar, læsa inn áframhaldandi samstarfi með handabandi.
Athugasemdir