Þrír leikir í 31. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefjast klukkan 14:00 í dag.
Crystal Palace tekur á móti Brighton. Daichi Kamada kemur inn í lið Palace og þá gerir Fabian Hürzeler fjórar breytingar á liði Brighton.
Danny Welbeck leiðir framlínuna hjá gestunum.
Mohammed Kudus, Tomas Soucek, Edson Alvarez og Jean-Clair Todibo koma allir inn í byrjunarlið West Ham gegn Bournemouth, en aðeins ein breyting er gerð á Bournemouth-liðinu. Tyler Adams kemur inn fyrir Ryan Christie en Justin Kluivert er enn meiddur og því ekki með.
Ipswich Town og Wolves mætast í botnbaráttuslag á Portman Road, en stjórarnir eru báðir með óbreytt lið. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Wolves er í 17. sæti með 29 stig en Ipswich níu stigum á eftir í sætinu fyrir neðan. Ef Wolves tekst að vinna þennan leik fer það langleiðina með að tryggja áframhaldandi veru í deildinni.
Crystal Palace: Henderson, Munoz, Lerma, Lacroix, Guehi, Mitchell, Kamada, Wharton, Sarr, Eze, Mateta.
Brighton: Vertbruggen, Hinshelwood, Dunk, Van Hecke, Estupinan, Baleba, Gomez, O'Reily, Mitoma, Minteh, Welbeck
West Ham: Areola; Kilman, Todibo, Alvarez; Wan-Bissaka, Paqueta, Ward-Prowse, Soucek, Scarles; Bowen, Kudus.
Bournemouth: Kepa; Kerkez, Huijsen, Zabarnyi, Smith; Cook, Adams; Scott, Ouattara, Semenyo; Evanilson.
Ipswich: Palmer, Burgess, Townsend, O’Shea, Tuanzebe, Enciso, Johnson, Broadhead, Morsy, Cajuste, Delap
Wolves: Sa, Doherty, Agbadou, T Gomes, Semedo, Andre, Munetsi, J Gomes, Ait-Nouri, Bellegarde, Strand Larsen
Athugasemdir