Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   sun 06. apríl 2025 16:19
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr enska: Ömurlegur varnarleikur Liverpool og Salah áfram ósýnilegur
Virgil van Dijk og félagar hans í vörninni áttu slæman fyrri hálfleik
Virgil van Dijk og félagar hans í vörninni áttu slæman fyrri hálfleik
Mynd: EPA
Mo Salah hefur verið kaldur í síðustu leikjum
Mo Salah hefur verið kaldur í síðustu leikjum
Mynd: EPA
Margir leikmenn Liverpool áttu slæman dag á skrifstofunni er liðið tapaði fyrir Fulham, 3-2, á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Varnarmenn Liverpool voru ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleiknum og komu öll þrjú mörk Fulham eftir varnarmistök.

Ibrahima Konate og Curtis Jones litu ekkert sérstaklega vel út í fyrsta markinu eftir fyrirgjöf frá Andreas Pereira og þá átti Andy Robertson skelfilega sendingu til baka í öðru markinu sem Alex Iwobi nýtti sér.

Rodrigo Muniz fór þá illa með Virgil van Dijk í þriðja markinu er hann potaði boltanum inn fyrir Hollendinginn og skoraði örugglega framhjá Caoimhin Kelleher.

Mohamed Salah, sem hefur komið að 54 mörkum í öllum keppnum með Liverpool á tímabilinu, var þá áfram kaldur í sóknarleik Liverpool, en hann hefur ekki komið að marki í síðustu fjórum leikjum og fær hann aðeins 5 frá Sky Sports. Konate var slakastur með 4.

Fulham: Leno (8), Castagne (7), Andersen (8), Bassey (7), Robinson (7), Berge (7), Lukic (6), Sessegnon (8), Pereira (6), Iwobi (8), Muniz (8).
Varamenn: Smith Rowe (6), Reed (6), Jimenez (6), Tete (6), Traoare (6).

Liverpool: Kelleher (5), Jones (5), Konate (4), Van Dijk (5), Robertson (4), Gravenberch (6), Szoboszlai (6), Mac Allister (7), Salah (5), Jota (6), Gakpo (5).
Varamenn: Elliott (6), Diaz (7), Nunez (6), Bradley (7), Chiesa (6).

Brennan Johnson skoraði tvennu fyrir Tottenham sem felldi Southampton niður í B-deildina. Tottenham vann leikinn 3-1, en Mathys Tel gerði þriðja og síðasta mark liðsins í leiknum.

Chelsea gerði þá markalaust jafntefli við Brentford. Tvö töpuð stig fyrir Chelsea sem heldur enn í vonina um að komast í Meistaradeild Evrópu.

Einkunnir Tottenham gegn Southampton: Vicario (7), Porro (7), Romero (8), Davies (6), Spence (6), Bentancur (6), Bergvall (7), Maddison (7), Johnson (8), Solanke (7), Son (6).
Varamenn: Sarr (5), Odobert (5), Bissouma (5), Gray (5).

Einkunnir Chelsea gegn Brentford: Sanchez (7), Gusto (4), Chalobah (6), Adarabioyo (6), James (5), Caicedo (7), Dewsbury-Hall (5), Fernandez (4), Madueke (5), Nkunku (4), Sancho (4).
Varamenn: Jackson (6), Palmer (5), Neto (6), Cucurella (6).
Athugasemdir
banner
banner