Patrick Pedersen hjó enn í átt að markameti Tryggva Guðmundssonar yfir flest mörk í efstu deild, en Daninn er nú 15 mörkum frá því að bæta metið eftir að hann skoraði jöfnunarmark Valsmanna gegn Vestra í dag.
„Ömurleg. Ég verð að vera hreinskilinn. Við vorum ekki nógu góðir og ekki nógu beinskeyttir í fyrri hálfleik. Við hefðum getað klárað leikinn á fyrstu 20 mínútunum en við gerðum það ekki. Við komum út í seinni hálfleikinn og þeir skora eftir 10 sekúndur. Þetta var erfitt, við reyndum, það var vilji í liðinu en það var ekki nóg.“
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 Vestri
Valsliðið átti fullt af færum snemma í leiknum. Urðu þeir stressaðir eftir að þeir náðu ekki að nýta þessi færi?
„Við héldum áfram en gegn svona varnarsinnuðu liði eins og þeirra liði þá verðum við að nýta færin okkar. Þeir fá eitt færi og við lendum strax undir.“
Patrick er, eins og áður segir, 15 mörkum frá markametinu. Ætlar hann að slá metið í sumar?
„Ég veit það ekki. Við sjáum til. Ég vil bara vinna leiki og við tökum þetta áfram þaðan.“
Að spila gegn bróður sínum er alltaf sérstakt, skipti það Patrick einhverju sérstöku máli í dag?
„Auðvitað er það smá sérstakt en ég hugsa ekki út í það úti á vellinum.“
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.