Wolves reynir við Sancho - Arsenal skoðar aðra kosti - Garnacho á förum?
   lau 05. apríl 2025 17:19
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Real Madrid tapaði óvænt á heimavelli - Nýr markvörður Liverpool varði víti
Hugo Duro gerði sigurmarkið seint í uppbótartíma
Hugo Duro gerði sigurmarkið seint í uppbótartíma
Mynd: EPA
Mamardashvili átti stórleik í marki Valencia
Mamardashvili átti stórleik í marki Valencia
Mynd: EPA
Stórlið Real Madrid tapaði óvænt fyrir fallbaráttuliði Valencia, 2-1, á Santiago Bernabeu í La Liga í dag.

Madrídingar þurftu sigur til að halda pressunni á Barcelona í titilbaráttunni en Valencia hafði aðrar hugmyndir.

Real Madrid fékk vítaspyrnu á 10. mínútu er Kylian Mbappe var tekinn niður í teignum. Vinicius Junior fór á punktinn en Giorgi Mamaradashvili varði spyrnuna.

Mamardashvili hefur gert vel á tímabilinu og verið einn af bestu mönnum Valencia, en hann mun ganga formlega í raðir Liverpool í sumar.

Valencia-menn efldust við vörslu Georgíumannsins því nokkrum mínútum síðar kom Mouctar Diakhaby liðinu yfir með skalla eftir hornspyrnu.

Hann var síðan stálheppinn eftir rúmar tuttugu mínútur er hann stýrði boltanum í eigið net úr teignum, en markið var dæmt af vegna rangstöðu á Mbappe.

Madrídingar komu til baka strax í byrjun síðari hálfleiks er Vinicius Junior mætti á fjærstöngina í horni og stýrði boltanum efst upp í þaknetið.

Heimamenn fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en Mamardashvili varð allt sem kom í áttina að honum. Það kom því heldur betur á óvænt þegar Hugo Duro skoraði á lokasekúndum leiksins eftir hraða skyndisókn. Rafa Mir kom boltanum inn á teiginn á Duro sem stýrði boltanum í netið og tryggði Valencia fyrsta sigurinn á Bernabeu í 17 ár.

Real Madrid er áfram með 63 stig í öðru sæti og á Barcelona nú möguleika á að komast í sex stiga forystu í titilbaráttunni. Valencia náði á meðan að fjarlægjast botnliðin og situr nú í 15. sæti með 34 stig, sjö stigum fyrir ofan fallsæti.

Real Madrid 1 - 2 Valencia
0-0 Vinicius Junior ('13 , Misnotað víti)
0-1 Mouctar Diakhaby ('15 )
1-1 Vinicius Junior ('50 )
1-2 Hugo Duro ('90 )

Girona 0 - 1 Alaves
0-1 Carlos Vicente ('61 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 30 21 4 5 83 29 +54 67
2 Real Madrid 30 19 6 5 63 31 +32 63
3 Atletico Madrid 29 16 9 4 47 23 +24 57
4 Athletic 29 14 11 4 46 24 +22 53
5 Betis 30 13 9 8 41 37 +4 48
6 Villarreal 28 13 8 7 51 39 +12 47
7 Celta 30 12 7 11 44 43 +1 43
8 Vallecano 30 10 10 10 33 35 -2 40
9 Mallorca 30 11 7 12 29 37 -8 40
10 Real Sociedad 29 11 5 13 27 31 -4 38
11 Getafe 29 9 9 11 26 25 +1 36
12 Sevilla 29 9 9 11 33 39 -6 36
13 Osasuna 29 7 13 9 33 42 -9 34
14 Valencia 30 8 10 12 34 47 -13 34
15 Girona 30 9 7 14 37 46 -9 34
16 Espanyol 29 8 8 13 31 40 -9 32
17 Alaves 30 7 9 14 33 44 -11 30
18 Leganes 29 6 9 14 28 46 -18 27
19 Las Palmas 29 6 8 15 33 48 -15 26
20 Valladolid 29 4 4 21 19 65 -46 16
Athugasemdir
banner
banner