Þýski varnarmaðurinn Mats Hummels hefur tilkynnt að hann muni leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.
Hummels er 36 ára og samningur hans við Roma rennur út eftir tímabilið. Hann tilkynnti ákvörðun sína á samfélagsmiðlum í dag.
Hummels er 36 ára og samningur hans við Roma rennur út eftir tímabilið. Hann tilkynnti ákvörðun sína á samfélagsmiðlum í dag.
„Ég á erfitt með að hemja tilfinningarnar núna. Það er komið að því augnabliki sem enginn leikmaður getur komið í veg fyrir. Eftir 18 ár og svo mikið sem fótboltinn hefur gefið mér mun ég leggja skóna á hilluna í sumar," sagði Hummels.
Hummels var hluti af þýska landsliðinu sem vann HM 2014. Hann lék 78 landsleiki fyrir þjóð sína.
Hann gekk til liðs við Dortmund frá uppeldisfélaginu sínu, Bayern Munchen, árið 2008 og vann þýsku deildina tvisvar undir stjórn Jurgen Klopp.
Hann snéri aftur til Bayern árið 2016 þar sem hann vann deildina þrisvar. Hann snéri síðan aftur ti Dortmund þremur árum síðar. Hann lék 508 leiki með Dortmund og 118 leiki með Bayern.
Hann gekk til liðs við Roma á frjálsri sölu í fyrra og hefur spilað 18 leiki með liðinu.
Athugasemdir