Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   sun 06. apríl 2025 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta: De Bruyne er einn besti leikmaður sögunnar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kevin de Bruyne mun yfirgefa Man City þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar.

De Bruyne hefur náð stórkostlegum árangri með City síðan hann gekk til liðs við félagið frá Wolfsburg árið 2015.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var aðstoðarþjálfari Pep Guardiola, frá 2016 áður en hann tók við hjá Arsenal árið 2019. Hann segir að De Bruyne sé einn besti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar.

„Ég veit ekki hvort hann sé númer eitt, tvö eða þrjú en fyrir mér ere hann einn besti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar," sagði Arteta.

„Hann getur hlaupið á 33-34 kílómetra hraða og spilað boltanum 30 metra í gegnum tvo leikmenn á fullkominn stað. Ég hef aldrei séð nokkurn mann gera það."
Athugasemdir
banner
banner