KSÍ hefur stofnað Instagram síðu fyrir dómara á vegum sambandsins þar sem munu birtast allskonar áhugaverðar upplýsingar.
„Þar mun birtast niðurröðun úr Bestu deild kvenna og karla ásamt ýmsu áhugaverðu efni sem tengist dómgæslu, meðal annars erlend verkefni hjá dómurum, fréttir af dómaranámskeiðum, greiningar á atvikum og svo framvegis," segir í tilkynningu frá KSÍ.
„Þar mun birtast niðurröðun úr Bestu deild kvenna og karla ásamt ýmsu áhugaverðu efni sem tengist dómgæslu, meðal annars erlend verkefni hjá dómurum, fréttir af dómaranámskeiðum, greiningar á atvikum og svo framvegis," segir í tilkynningu frá KSÍ.
Enska dómarasambandið var með góð samskipti við stuðningsmenn í gegnum samfélagsmiðla en þar voru dómar útskýrðir en sambandið er m.a. með síðu þar sem allir VAR dómar eru útskýrðir nánar.
Það verður áhugavert að sjá hvort íslensku dómararnir taki upp eitthvað á svipuðum nótum.
Athugasemdir