Heimild: Dr. Football
Undanfarin ár, kannski mest horft í síðustu 5-6 ár, hefur verið talsvert um það að ungir leikmenn hafa snúið heim úr atvinnumennsku og farið að spila í efstu deild. Mjög margir af þeim hafa farið í Víking og Breiðablik og hefur það stundum verið gagnrýnt af aðilum sem tengjast öðrum félögum.
Heimkoma Valdimars Þórs Ingimundarsonar í fyrra, þegar hann kom frá Sogndal til Víkings fyrir rúmu ári síðan, var t.a.m. gagnrýnd á sínum tíma og vildu einhverjir meina að honum hafi verið stýrt í Víkina.
Umboðsmaðurinn Bjarki Gunnlaugsson ræddi við Hjörvar Hafliðason Dr. Football í vikunni. Bjarki er hjá umboðsskrifstofunni CAA Stellar og vinnur með mörgum íslenskum leikmönnum.
Hann er auðvitað tvíburabróðir Arnars Gunnlaugssonar, núverandi landsliðsþjálfara og fyrrum þjálfara Víkings. Magnús Agnar Magnússon, sem sömuleiðis er hjá Stellar, er svo góður vinur Óskars Hrafns Þorvaldssonar, fyrrum þjálfara Breiðabliks og nú þjálfara KR.
Heimkoma Valdimars Þórs Ingimundarsonar í fyrra, þegar hann kom frá Sogndal til Víkings fyrir rúmu ári síðan, var t.a.m. gagnrýnd á sínum tíma og vildu einhverjir meina að honum hafi verið stýrt í Víkina.
Umboðsmaðurinn Bjarki Gunnlaugsson ræddi við Hjörvar Hafliðason Dr. Football í vikunni. Bjarki er hjá umboðsskrifstofunni CAA Stellar og vinnur með mörgum íslenskum leikmönnum.
Hann er auðvitað tvíburabróðir Arnars Gunnlaugssonar, núverandi landsliðsþjálfara og fyrrum þjálfara Víkings. Magnús Agnar Magnússon, sem sömuleiðis er hjá Stellar, er svo góður vinur Óskars Hrafns Þorvaldssonar, fyrrum þjálfara Breiðabliks og nú þjálfara KR.
Hjörvar spurði Bjarka út í tenginguna við Breiðablik og Víking.
„Það er af því að þau félög eru að sinna okkar leikmönnum. Segjum að leikmaður sé að koma aftur til Íslands eftir að hafa verið í akademíu erlendis, þá leitar maður til klúbba sem maður getur treyst. Ég gat náttúrulega treyst bróður mínum, það segir sig sjálft, og svo er Breiðablik með frábæra sögu. Valur var ekkert með geggjaða sögu á þeim tíma, að ungir leikmenn kæmu og spiluðu yfir höfuð. Auðvitað leitar maður í þessa klúbba sem hafa reynst okkur vel."
Tengingin við landsliðsþjálfarann
Bjarki var einnig spurður út í þá gagnrýni að Bjarki Steinn Bjarkason hafi verið valinn í landsliðshóp Íslands en hann er tengdasonur umboðsmannsins. Gagnrýnin var á þá leið að einhverjum þótti eðlilegra að t.d. Dagur Dan Þórhallsson hefði fengið kallið en ekki Bjarki Steinn sem hefur lítið spilað með Venezia í vetur.
„Það er bara frábært að það sé verið að ræða þetta, en þá er hægt að benda á staðreyndir. Hann spilaði landsleik undir Åge Hareide, Englandsleikinn, og hann var einn af betri mönnunum. Hann var s.s. kominn í landsliðið áður (en Arnar tók við). Ég held svo að Arnar hafi lýst því ágætlega, þegar menn eru í topp 5 deild eins og Seríu A, þá hefur þú smá forskot."
„Dagur Dan, sem þið vísuðuð í, ég dýrka þann leikmann, frábær leikmaður; toppdrengur og þvílíkur atvinnumaður. En að bara þetta saman kalt og sanngjarnt þá finnst mér þessi samanburður ekki eiga við," sagði Bjarki.
Í þættinum ræðir hann meira um umboðsmennsku og t.d. um verðlagningu á leikmönnum. Viðtalið má nálgast með því að smella hér.
Athugasemdir