Wolves reynir við Sancho - Arsenal skoðar aðra kosti - Garnacho á förum?
   lau 05. apríl 2025 15:10
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho í þriggja leikja bann fyrir að klípa kollega sinn í nefið
Mynd: EPA
Portúgalski þjálfarinn Jose Mourinho hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að klípa kollega sinn í tyrknesku úrvalsdeildinni í nefið.

Mourinho og félagar í Fenerbahce töpuðu fyrir erkifjendum sínum í Galatasaray, 2-1, í stórleik í tyrkneska boltanum á dögunum og eftir leik tók Mourinho upp á því að klípa Okan Buruk, þjálfara Galatasaray, í nefið.

Uppátækið undarlegt hjá Mourinho en viðbrögð Buruk voru hlægileg sem fleygði sér í grasið eins og hann hafði verið hæfður af leyniskyttu.

Tyrkneska fótboltasambandið hefur nú dæmt Mourinho í þriggja leikja bann. Sambandið skoðaði það að dæma hann í tíu leikja bann, en hætti við eftir að það fékk sönnunargögn um að Buruk hafi ögrað Mourinho stuttu áður.

Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Mourinho er dæmdur í bann en hann tók út fjögurra leikja bann í febrúar fyrir að hafa látið falla rasísk ummæli við bekkinn hjá Galatasaray.

Mourinho var ekki sá eini sem var dæmdur í bann eftir síðasta leik en Baris Yilmaz og Kerem Demirbay, leikmenn Galatasary og Fred, leikmaður Fenerbahce fengu einnig þriggja leikja bann og þá fer Merk Hakan hjá Fenerbahce í eins leiks bann.
Athugasemdir
banner