Wolves reynir við Sancho - Arsenal skoðar aðra kosti - Garnacho á förum?
   lau 05. apríl 2025 16:54
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Plymouth með mikilvægan sigur í fallbaráttunni - Guðlaugur Victor kom inn af bekknum
Guðlaugur Victor hjálpaði liðinu að landa þremur stigum
Guðlaugur Victor hjálpaði liðinu að landa þremur stigum
Mynd: Plymouth
Guðlaugur Victor Pálsson og hans menn í Plymouth unnu gríðarlega dýrmætan 2-1 sigur á Norwich í ensku B-deildinni í dag og gaf liðinu von um að halda sér uppi.

Íslenski landsliðsmaðurinn byrjaði á bekknum hjá Plymouth en kom inn á þegar tuttugu mínútur voru eftir. Hann fékk það hlutverk að hjálpa til við að læsa vörninni og halda út, sem tókst.

Plymouth er enn í neðsta sæti deildarinnar með 37 stig en nú aðeins fjórum stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru eftir og lifir vonin áfram.

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston sem gerði 1-1 jafntefli við Stoke á heimavelli. Skagamaðurinn fór af velli á 56. mínútu. Preston er í 14. sæti með 48 stig.

Sheffield United mistókst þá að komast á toppinn er liðið tapaði óvænt fyrir Oxford, 1-0, á útivelli. Burnley heldur því toppsætinu eftir þessa helgi en Sheffield United er í öðru sæti með 83 stig, aðeins stigi frá Burnley.

Bristol City 2 - 1 Watford
1-0 Ross Mccrorie ('24 )
2-0 Nahki Wells ('29 )
2-1 Mamadou Doumbia ('80 )

Millwall 2 - 1 Portsmouth
1-0 Mihailo Ivanovic ('57 )
1-1 Andre Dozzell ('80 )
2-1 Mihailo Ivanovic ('88 )

Oxford United 1 - 0 Sheffield Utd
1-0 Siriki Dembele ('38 )

Plymouth 2 - 1 Norwich
1-0 Ryan Hardie ('24 )
2-0 Ryan Hardie ('29 )
2-1 Josh Sargent ('46 )

Preston NE 1 - 1 Stoke City
1-0 Kaine Kesler-Hayden ('10 )
1-1 Lewis Baker ('75 , víti)

QPR 0 - 0 Cardiff City

Sheffield Wed 0 - 1 Hull City
0-1 Charlie Hughes ('90 )

Swansea 1 - 0 Derby County
1-0 Ji-sung Eom ('79 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Burnley 40 23 15 2 55 12 +43 84
2 Sheffield Utd 40 26 7 7 56 30 +26 83
3 Leeds 40 23 13 4 79 28 +51 82
4 Sunderland 40 21 12 7 57 37 +20 75
5 Middlesbrough 40 17 9 14 61 49 +12 60
6 Bristol City 40 15 15 10 51 43 +8 60
7 Coventry 40 17 8 15 57 53 +4 59
8 West Brom 40 13 18 9 48 36 +12 57
9 Millwall 40 14 12 14 39 41 -2 54
10 Watford 40 15 8 17 48 53 -5 53
11 Norwich 40 13 13 14 62 56 +6 52
12 Blackburn 40 15 7 18 42 43 -1 52
13 Sheff Wed 40 14 10 16 54 61 -7 52
14 Preston NE 40 10 18 12 40 47 -7 48
15 Swansea 40 13 9 18 41 51 -10 48
16 QPR 40 11 13 16 45 53 -8 46
17 Portsmouth 40 12 9 19 48 63 -15 45
18 Oxford United 40 11 12 17 41 57 -16 45
19 Hull City 40 11 11 18 40 48 -8 44
20 Stoke City 40 10 13 17 41 53 -12 43
21 Derby County 40 11 8 21 42 52 -10 41
22 Cardiff City 40 9 14 17 43 63 -20 41
23 Luton 40 10 9 21 36 61 -25 39
24 Plymouth 40 8 13 19 42 78 -36 37
Athugasemdir
banner
banner