Albert Guðmundsson lagði upp sjálfsmark Malick Thiaw í 2-2 jafntefli Fiorentina gegn AC Milan í gær.
Markið kom á 7. mínútu og Moise Kean bætti öðru marki Fiorentina við áður en Tammy Abraham og Luca Jovic skoruðu fyrir Milan.
Markið kom á 7. mínútu og Moise Kean bætti öðru marki Fiorentina við áður en Tammy Abraham og Luca Jovic skoruðu fyrir Milan.
Albert var tekinn af velli eftir klukkutíma leik en hann virtist ekki vera mjög ánægður með það.
„Það vilja auðvitað allir leikmenn spila, sérstaklega í svona frábærum leik. Allir eru mikilvægir og við þurftum ferska fætur eftir að Milan gerði breytingar og fóru að pressa á okkur," sagði Raffaele Palladino, stjóri Fiorentina.
Athugasemdir