Wolves reynir við Sancho - Arsenal skoðar aðra kosti - Garnacho á förum?
   lau 05. apríl 2025 16:37
Brynjar Ingi Erluson
U19 kvenna: Ísland fer ekki á EM
Icelandair
Mynd: KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri mun ekki spila á EM sem fer fram í sumar en þetta varð ljóst eftir 1-0 tap liðsins gegn Noregi í seinni umferð í undankeppni Evrópumótsins í Lisbon í Portúgal í dag.

Froya Brennskag-Dorsin, leikmaður Paris Saint-Germain, skoraði eina mark Norðmanna á 14. mínútu leiksins.

Tapið þýðir að Ísland er án stiga og á botni riðilsins fyrir lokaleikinn gegn Slóveníu sem fer fram á þriðjudag.

Sá leikur er mikilvægur fyrir Ísland en liðið sem hafnar í neðsta sæti fellur niður í B-deild fyrir næstu undankeppni.

Leikurinn gegn Slóveníu verður sýndur í beinni á KSÍ TV og á Sjónvarpi Símans og hefst klukkan 15:00.

Lið Íslands: Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir (M), Líf Joostdóttir van Bemmel, Helga Rut Einarsdóttir, Bergdís Sveinsdóttir (F), Ísabella Sara Tryggvadóttir ('77, Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir), Hrefna Jónsdóttir, Brynja Rán Knudsen ('62, Margrét Brynja Kristinsdóttir), Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('62, Freyja Stefánsdóttir), Kolbrá Una Kristinsdóttir, Salóme Kristín Róbertsdóttir ('71, Jóhanna Elín Halldórsdóttir), Sonja Björg Sigurðardóttir ('23, Katla Guðmundsdóttir).
Athugasemdir
banner
banner
banner