
„Já, maður er kannski svekktur með úrslitin en mér fannst frammistaðan góð og jákvæð," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, eftir markalaust jafntefli gegn Noregi í dag.
„Auðvitað hefðum við viljað þrjú stig og hefðum viljað skora. Ég er sáttur við frammistöðuna að mörgu leyti."
„Auðvitað hefðum við viljað þrjú stig og hefðum viljað skora. Ég er sáttur við frammistöðuna að mörgu leyti."
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 0 Noregur
„Mér fannst leikurinn spilast eins og við bjuggumst við að mörgu leyti. Mér fannst við ná að takast á við þær vel. Þær fengu kannski sín bestu færi eftir mistök hjá okkur. Það kom kafli í seinni þar sem þær lágu aðeins á okkur. Svo unnum við okkur hægt og rólega úr því. Mér fannst leikmenn klárir í þetta. Jákvæð frammistaða," sagði Þorsteinn.
Steini fékk gult spjald í leiknum og hann var spurður út í það. „Mér fannst þetta vera víti. Hef reyndar ekki séð það aftur. Þannig er það bara. Ég hef reyndar ekki fengið gult spjald sem landsliðsþjálfari áður. Mér fannst þetta vera víti og sagði eitthvað smá. Ég var ekki dónalegur sko."
Það kom upp áhugavert atvik í leiknum þar sem markvörður Noregs fór niður og fékk aðstoð sjúkraþjálfara. Má í raun áætla að það hafi verið taktískt hlé hjá Norðmönnum.
„Það er bara orðið partur af þessu í dag. Menn nota þetta og gera þetta. Það sýndi það hvernig þær litu á leikinn og hvað var að gerast í leiknum. Þær voru í basli og vildu reyna að leysa einhverja hluti sem þær voru í vandræðum með. Mér fannst þær vera að gera þetta af því þær sáu að þær voru í vandræðum," sagði Steini.
Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan þar sem Steini ræðir meðal annars um frammistöðu leikmanna.
Það er ekki oft sem við fáum að sjá leikhlé í fótboltanum en eftir meiðsli norska markvarðarins fengum við leikhlé Þorsteins Halldórssonar beint í æð! ???? pic.twitter.com/g0g6ZqAWLF
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 4, 2025
Athugasemdir