Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn þegar Orlando City sótti stig til Philadelphia í nótt.
Heimamenn voru með mikla yfirburði í leiknum en hvorugu liðinu tókst að skora.
Heimamenn voru með mikla yfirburði í leiknum en hvorugu liðinu tókst að skora.
Orlando er með 11 stig eftir sjö umferðir í 6. sæti Austurdeildarinnar. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem liðið heldur hreinu.
Dagur Dan hefur verið aðallega í hlutverki varamanns á þessari leiktíð en þetta var aðeins annar byrjunarliðsleikurinn hans.
Hinrik Harðarson byrjaði þá sinn fyrsta leik fyrir norska liðið Odd í næst efstu deild í gær. Hann spilaði um klukkutíma þegar liðið tapaði gegn Lilleström. Hinrik gekk til liðs við félagið frá ÍA í síðasta mánuði og var þetta annar leikur hans með Odd.
Athugasemdir