Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Trent Alexander-Arnold en hann er sagður á leið til Real Madrid í sumar þegar samningur hans við Liverpool rennur út.
Trent og Andy Robertson hafa verið með betri bakvörðum deildarinnar. Trent hefur ekki spilað síðustu tvo leiki liðsins vegna meiðsla. Robertson var spurður út í orðróminn um Trent.
Trent og Andy Robertson hafa verið með betri bakvörðum deildarinnar. Trent hefur ekki spilað síðustu tvo leiki liðsins vegna meiðsla. Robertson var spurður út í orðróminn um Trent.
„Trent er ekki á góðum stað andlega því hann er meiddur. Hann hatar að vera meiddur, enginn hefur gaman af því en það særir Trent aðeeins meira. Það er það eina sem hann einbeitir sér að," sagði Robertson.
„Það er ómögulegt fyrir mig að segja, við höfum ekki séð allar fréttir og athugasemdir um þetta. Við einbeitum okkur bara að því að fá hann heilsuhraustann til baka. Það veit enginn neitt ennþá, fólk má velta hlutunum fyrir sére en fyrri okkur viljum við bara fá hann aftur fljótlega."
Athugasemdir