lau 05. apríl 2025 19:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Inter glutraði niður tveggja marka forystu gegn Parma
Úr leik Parma og Inter í dag
Úr leik Parma og Inter í dag
Mynd: EPA
Topplið Inter heimsótti Parma, sem er í fallbaráttunni, í ítölsku deildinni í dag.

Matteo Darmian kom Inter yfir eftir stundafjórðung og Marcus Thuram bætti öðru markinu við en það var skrautlegt.

Varnarlína Parma sofnaði á verðinum og Henrikh Mkhitaryan komst í gegn. Hann sendi boltann á Thuram sem hitti boltann illa en boltinn sveif yfir Zion Zuzuki í marki Parma og í netið.

Adrian Bernabe kom inn á sem varamaður í hálfleik og minnkaði muninn fyrir Parma þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan teiginn. Jacob Ondrejka tryggði Parma stig þegar hann skoraði með skoti sem fór af varnarmanni.

Como lagði botnlið Monza 3-1 eftir að hafa lent undir snemma leiks.

Monza 1 - 3 Como
1-0 Dany Mota ('5 )
1-1 Jonathan Ikone ('16 )
1-2 Assane Diao ('39 )
1-3 Mergim Vojvoda ('51 )

Parma 2 - 2 Inter
0-1 Matteo Darmian ('15 )
0-2 Marcus Thuram ('45 )
1-2 Adrian Bernabe ('60 )
2-2 Jacob Ondrejka ('69 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 31 20 8 3 69 30 +39 68
2 Napoli 30 19 7 4 47 24 +23 64
3 Atalanta 30 17 7 6 63 29 +34 58
4 Bologna 30 15 11 4 50 34 +16 56
5 Juventus 30 14 13 3 46 28 +18 55
6 Fiorentina 31 15 7 9 49 32 +17 52
7 Roma 30 15 7 8 45 30 +15 52
8 Lazio 30 15 7 8 51 42 +9 52
9 Milan 31 13 9 9 47 37 +10 48
10 Udinese 31 11 7 13 36 42 -6 40
11 Torino 30 9 12 9 35 35 0 39
12 Genoa 31 9 11 11 29 38 -9 38
13 Como 31 8 9 14 39 48 -9 33
14 Verona 30 9 3 18 29 58 -29 30
15 Cagliari 30 7 8 15 31 44 -13 29
16 Parma 31 5 12 14 37 51 -14 27
17 Lecce 30 6 7 17 21 49 -28 25
18 Empoli 30 4 11 15 24 47 -23 23
19 Venezia 30 3 11 16 23 43 -20 20
20 Monza 31 2 9 20 25 55 -30 15
Athugasemdir
banner
banner
banner