Það helsta úr slúðurheimum - Robinson efstur á óskalista Liverpool - Mateta eftirsóttur
   lau 05. apríl 2025 20:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lárus Orri sakar Valgeir um leikaraskap - „Aldrei víti"
Ívar Orri bendir á punktinn
Ívar Orri bendir á punktinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er með tveggja marka forystu í hálfleik í opnunarleik Bestu deildarinnar gegn Aftureldingu.

Höskuldur Gunnlaugsson kom Breiðabliki yfir með marki úr vítaspyrnu. Bjartur Bjarmi Barkarson braut á Valgeiri Valgeirssyni inn í teignum.

Það var síðan Tobias Thomsen sem skoraði annað markið með skalla eftir fyrirgjöf frá Viktori Karli Einarssyni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Afturelding

Vítaspyrnan var til umræðu í hálfleik á Stöð 2 Sport þar sem sérfræðingurinn Lárus Orri Sigurðsson var ekki á því að það hefði ekki átt að dæma víti.

„Í fyrsta lagi er þetta algjör klaufaskapur í vörninni, þeir mega ekki gera þetta. Næsta mál er það að þetta er aldrei víti, hann lætur sig detta og dómarinn fellur í gryfjuna,"
Athugasemdir
banner
banner