ÍBV hefur gengið frá samningi við færeyska landsliðsmanninn Jónas Þór Næs. Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net.
Hinn þrítugi Jónas skrifaði undir tveggja ára samning við ÍBV en hann kemur til félagsins frá B36 í Færeyjum.
Jónas er bakvörður en hann á tæplega 50 landsleiki að baki með Færeyjum.
Hinn þrítugi Jónas skrifaði undir tveggja ára samning við ÍBV en hann kemur til félagsins frá B36 í Færeyjum.
Jónas er bakvörður en hann á tæplega 50 landsleiki að baki með Færeyjum.
„Það er gott fyrir ÍBV að fá svona sterkan leiðtoga og reynslumikinn leikmann í hópinn," sagði Kristján við Fótbolta.net í dag.
Jónas þekkir til í Pepsi-deildinni því hann spilaði með Val frá 2011 til 2013. Þar spilaði hann meðal annars undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar.
Jónas er annar Færeyingurinn sem kemur til ÍBV í vetur en kantmaðurinn Kaj Leó í Bartalsstovu hafði áður samið við félagið eftir að hafa leikið með FH síðari hluta sumars.
Athugasemdir