Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 14. ágúst 2019 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Best í 13. umferð: Besti leikur okkar í sumar
Ída Marín Hermannsdóttir (Fylkir)
Ída Marín Hermannsdóttir.
Ída Marín Hermannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ída Marín Hermannsdóttir fór á kostum í 3-1 sigri Fylkis á Stjörnunni í 13. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í síðustu viku.

Þar skoraði hún tvö mörk og lagði upp þriðja mark Fylkis sem komst í 3-0 í leiknum en Stjarnan minnkaði muninn í uppbótartíma. Ída Marín er leikmaður 13. umferðar Pepsi Max-deildarinnar.

„Persónulega fannst mér þetta besti leikur okkar í sumar. Allir leikmennirnir í liðinu stóðu sig frábærlega," sagði Ída Marín í samtali við Fótbolta.net og greinilega mjög ánægð með leik liðsins gegn Stjörnunni. Ída Marín hefur einnig verið ánægð með sína spilamennsku í sumar.

„Ég er nokkuð ánægð með spilamennskuna en maður getur alltaf bætt sig og mér finnst eg eiga smá inni."

Sigur Fylkis á Stjörnunni var fjórði sigurleikur Fylkis í röð í deildinni og er liðið skyndilega komið uppí 5. sæti deildarinnar með 19 stig, þremur stigum á eftir Selfossi sem situr í 3. sæti deildarinnar.

„Við settum okkur smærri markmið. Við tókum einn leik í einu og fengum smá kikk frá fyrsta sigurleiknum eftir langa bið. Stemningin hefur breyst á góðan hátt og við höfum meiri trú á okkur," sagði Ída Marín aðspurð hvað hafi breyst eftir erfitt gengi liðsins í byrjun móts.

Hin 17 ára Ída Marín sagði í viðtali fyrr í sumar að hún stefndi á að skora 10 mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Hún er nú þegar komin með sjö mörk og fimm umferðir eftir.

„Það eru nokkrir leikir eftir og það væri gaman að ná því markmiði en auðvitað er það bara auka markmið."

Næsti leikur Fylkis er gegn HK/Víkingi sem situr á botni deildarinnar með sjö stig. Með sigri þar er Fylkir gott sem búnar að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni á næsta ári.

„Auðvitað væri geggjað að ná fimm sigurleikjum í röð og auðvitað að hefna okkur fyrir seinasta leik gegn HK/Víkingi og ná forskoti á hin liðin fyrir neðan okkur."

Að lokum báðum við Ídu um að spá fyrir um bikarúrslitaleikinn sem fram fer um helgina þegar Selfoss og KR eigast við á Laugardalsvellinum.

„Ég held að KR taki þetta í framlengingu 2-1," sagði besti leikmaður 13. umferðar að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 12. umferð - Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Best í 11. umferð - Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
Best í 10. umferð - Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Best í 9. umferð - Sandra Mayor (Þór/KA)
Best í 7. umferð - Natasha Anasi (Keflavík)
Best í 6. umferð - Elín Metta Jensen (Valur)
Best í 5. umferð - Cloe Lacasse (ÍBV)
Best í 4. umferð - Elín Metta Jensen (Valur)
Best í 3. umferð - Birta Guðlaugsdóttir (Stjarnan)
Best í 2. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Best í 1. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Athugasemdir
banner
banner