Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   þri 01. júní 2021 11:09
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Alex Freyr í viðræðum við Víking
Alex í leik gegn ÍBV nýlega.
Alex í leik gegn ÍBV nýlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Elísson, leikmaður Fram, er í viðræðum við Víking um að ganga í raðir félagsins eftir tímabilið Þetta staðfestir Arnar Gunnlaugssonm þjálfari Víkinga, í samtali við 433.is í dag.

Alex Freyr verður samningslaus í haust og því hefur Víkingur leyfi til þess að ræða við hann með það fyrir auga að semja við hann. Félagið tilkynnti Fram að það ætlaði að ræða við hann.

Fram er með fullt hús á toppi Lengjudeildarinnar en Alex Freyr er 23 ára og getur spilað sem bakvörður og kantmaður. Hann hefur komið við sögu í öllum fjórum leikjum Lengjudeildarinnar í sumar.

Alex Freyr hefur spilað 84 leiki fyrir Fram í deild og bikar á ferli sínum og skorað í þeim níu mörk. Hann lék sína fyrstu leiki árið 2015.

Samkvæmt heimildum 433.is hefur Fram einnig áhuga á að halda í Alex en óvíst er hvaða skref hann tekur.
Athugasemdir
banner
banner
banner