Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 15:42
Elvar Geir Magnússon
Kennitalan skiptir Arnar engu máli þegar hann velur liðið
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands.
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands, var spurður nánar út í ummæli sín í síðustu viku þegar hann sagðist hafa gaman að því að „virkja aftur ferla hjá gömlum hundum".

Arnar vill gefa okkar reynslumestu leikmönnum tækifæri til að hafa hlutverk innan hópsins, ef þeir standast kröfur.

„Það er gríðarlega að geta tekið þátt í uppbyggingu ungra leikmanna en eftir að árin hafa liðið finnst mér jafngaman, ef ekki skemmtilegra, að virkja gamla hunda eins og ég orðaði það. Taka gamla leikmenn sem menn telja að séu útbrunnir og bæta nokkrum árum við þá," segir Arnar.

„Þessir leikmenn þurfa samt að hafa gríðarlegt hungur, ekki bara vilja bæta við einhvern fjölda landsleikja til að bæta met og geta sagt sögur á barnum í framtíðinni. Menn þurfa að vera í þessari af alúð og ástríðu og þurfa að vera í standi. Þeir þurfa ekki að vera að spila alla leiki en hafa hlutverk."

„Ég horfi til þess hversu öflugur Eiður Smári var undir lokin á sínum ferli. Hann var leiðtogi og miðlaði frá sér. Hann var drullufúll yfir því að fá ekki fleiri mínútur í lokin en hann gaf af sér. Ef okkar gömlu hundar í dag eru nægilega góðir þá spila þeir. Ég er ekki að horfa í aldur þegar ég horfi á hverjir spila fyrir Íslands hönd."
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner