Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vitor Reis flýgur til Englands í dag
Vitor Reis.
Vitor Reis.
Mynd: Getty Images
Brasilíski varnarmaðurinn Vitor Reis mun fljúga til Englands í dag og ganga frá félagaskiptum sínum til Manchester City.

Man City hefur náð samkomulagi við brasilíska félagið Palmeiras um kaupverð. Heildarupphæðin nemur tæplega 40 milljónum evra og vill City fá leikmanninn strax til sín, án þess að senda hann aftur til Brasilíu á lánssamningi.

Reis er 19 ára gamall og spilar sem miðvörður að upplagi en getur einnig spilað í hægri bakverði. Hann á níu leiki að baki fyrir U17 landslið Brasilíu.

Reis er ekki eini miðvörðurinn sem gengur í raðir City í þessum mánuði því Abdukodir Khusanov er einnig að koma frá franska félaginu Lens.

Mörg félög höfðu áhuga á Reis, þar á meðal Arsenal og Brighton, en hann fer til Man City.
Athugasemdir
banner
banner
banner