Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þarf að vera ótrúlega hátt tilboð til að samþykkja
Mynd: Getty Images

Bryan Mbeumo, framherji Brentford, er eftirsóttur en Thomas Frank, stjóri liðsins, segir að það sé ekki fræðilegur möguleiki að leikmaðurinn yfirgefi félagið í janúar.


Mbeumo hefur verið frábær á þessu tímabili en hann hefur skorað 13 mörk og lagt upp þrjú í 21 leik. Arsenal hefur m.a. verið orðað við leikmanninn.

„Það þarf að vera svo hátt tilboð að ég gæti ekki einu sinni ímyndað mér upphæðina," sagði Frank.

Frank býst ekki við miklum hreyfingum á hópnum í janúar.

„Ég er ekki að einbeita mér að því að halda okkar bestu leikmönnum, ég ætlast bara til að við gerum það. Við þurfum ekki að fá inn nýja leikmenn en við erum alltaf með augun opin," sagði Frank.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner