Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   sun 01. september 2019 19:01
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Kári og Óttar púslin sem vantaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gat verið sáttur við sína stráka eftir 3-1 sigur á HK í Kórnum í kvöld.

"Ég er hrikalega ánægður, HK er búið að búa til mikið vígi hérna í sumar og við áttum mjög flottan leik.  Þegar við spilum svona þá er erfitt að eiga við okkur.

Við tókum þennan leik mjög alvarlega og uppskárum eftir því, þetta var fagmannlega frammistaða hjá okkur."

HK náðu að jafna í seinni hálfleik en þá hrukku Víkingar aftur í gang og sigldu leiknum heim.

"Þetta var bara það gamla klassíska, þú ferð í hálfleik gríðarlega ánægður með fyrri hálfleik og ert smá sofandi með það en þeir vilja gera betur og koma ákveðnir til leiks og jafna en það vakti okkur þá.  Eftir að við skorum þessi tvö mörk þá bara siglum við leiknum heim."

Arnar lagði leikinn upp á nýstárlegan taktískan hátt.

"Við komum þeim á óvart með 3-5-2 kerfinu held ég, þetta er ekki körfuboltaleikur sem þú getur tekið hlé til að bregðast við.  Við náðum í fyrri að þreyta þá sem skilaði svo sér í seinni.  Ég er að spila með tígulmiðju og wingbackarnir mínir fara hátt.  Þegar þú ert með þrjá svona góða hafsenta sem kóvera svæði eins og fjórir hafa gert getur þú farið ofar á völlinn.

Við höfum ekki horft niður í fallbaráttuna þó ég vilji ekki vera hrokafullur.  Það hefur vantað eitt til tvö púsl í púsluspilið og nú er ég komin með þau í Kára og Óttari.  Ungu strákarnir sem hafa svo verið að spila í sumar hafa þroskast og eru tilbúnir að spila fótbolta í hörkuliði!"


Næsta verkefni Víkinga er stórt, sjálfur bikarúrslitaleikurinn eftir 13 daga.

"Maður vill helst hafa næsta leik bara fljótt þegar maður er á svona rönni en á móti geta menn nú sleikt sárin og komið tilbúnir.  Það er óvanaleg staða hjá Víkingi núna, fimm menn á leið í landsliðsverkefni sem er frábært fyrir liðið en það þýðir bara að menn verða vera fókuseraðir fyrir þennan leik sem verður sá stærsti hingað til fyrir marga leikmenn."

Stemmingin í klúbbnum - hvernig á að lýsa henni.

"Þú sérð það í dag að það er fjölmenni sem fylgir okkur, það hefur verið fjölmenni á heimaleikjum og stemming sem er að myndast eftir Blikaleikinn.  Hún mun fleyta okkur langt í úrslitaleiknum.

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir.


Athugasemdir
banner
banner