Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   sun 01. september 2019 19:01
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Kári og Óttar púslin sem vantaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gat verið sáttur við sína stráka eftir 3-1 sigur á HK í Kórnum í kvöld.

"Ég er hrikalega ánægður, HK er búið að búa til mikið vígi hérna í sumar og við áttum mjög flottan leik.  Þegar við spilum svona þá er erfitt að eiga við okkur.

Við tókum þennan leik mjög alvarlega og uppskárum eftir því, þetta var fagmannlega frammistaða hjá okkur."

HK náðu að jafna í seinni hálfleik en þá hrukku Víkingar aftur í gang og sigldu leiknum heim.

"Þetta var bara það gamla klassíska, þú ferð í hálfleik gríðarlega ánægður með fyrri hálfleik og ert smá sofandi með það en þeir vilja gera betur og koma ákveðnir til leiks og jafna en það vakti okkur þá.  Eftir að við skorum þessi tvö mörk þá bara siglum við leiknum heim."

Arnar lagði leikinn upp á nýstárlegan taktískan hátt.

"Við komum þeim á óvart með 3-5-2 kerfinu held ég, þetta er ekki körfuboltaleikur sem þú getur tekið hlé til að bregðast við.  Við náðum í fyrri að þreyta þá sem skilaði svo sér í seinni.  Ég er að spila með tígulmiðju og wingbackarnir mínir fara hátt.  Þegar þú ert með þrjá svona góða hafsenta sem kóvera svæði eins og fjórir hafa gert getur þú farið ofar á völlinn.

Við höfum ekki horft niður í fallbaráttuna þó ég vilji ekki vera hrokafullur.  Það hefur vantað eitt til tvö púsl í púsluspilið og nú er ég komin með þau í Kára og Óttari.  Ungu strákarnir sem hafa svo verið að spila í sumar hafa þroskast og eru tilbúnir að spila fótbolta í hörkuliði!"


Næsta verkefni Víkinga er stórt, sjálfur bikarúrslitaleikurinn eftir 13 daga.

"Maður vill helst hafa næsta leik bara fljótt þegar maður er á svona rönni en á móti geta menn nú sleikt sárin og komið tilbúnir.  Það er óvanaleg staða hjá Víkingi núna, fimm menn á leið í landsliðsverkefni sem er frábært fyrir liðið en það þýðir bara að menn verða vera fókuseraðir fyrir þennan leik sem verður sá stærsti hingað til fyrir marga leikmenn."

Stemmingin í klúbbnum - hvernig á að lýsa henni.

"Þú sérð það í dag að það er fjölmenni sem fylgir okkur, það hefur verið fjölmenni á heimaleikjum og stemming sem er að myndast eftir Blikaleikinn.  Hún mun fleyta okkur langt í úrslitaleiknum.

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir.


Athugasemdir
banner