Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Ólíklegt að Joao Felix fari til Aston Villa - Öll einbeiting sett á Asensio
Mynd: Getty Images
Portúgalski leikmaðurinn Joao Felix mun líklega ekki ganga í raðir Aston Villa frá Chelsea í þessum mánuði.

Aston Villa hefur átt í viðræðum við Chelsea um að fá Felix en viðræðurnar hafa verið erfiðar og flóknar.

Chelsea er að fara fram á veglega greiðslu frá Villa og er ólíklegt að félögin nái saman um hann.

Enn er möguleiki á því að Felix fari frá Chelsea og þá helst í félag erlendis. Það kemur þá líka vel til greina að hann klári tímabilið hjá þeim bláu.

Felix er sagður óánægður með stöðu sína hjá Chelsea en hann hefur aðeins byrjað þrjá deildarleiki á tímabilinu.

Villa hefur nú sett einbeitingu sína á Marco Asensio, leikmanni Paris Saint-Germain, en samkvæmt Sky ganga viðræður vel og er líklegt að hann sé að koma til félagsins á láni út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner