Það var útlit fyrir að Tyrell Malacia væri á förum frá Manchester United til Benfica en Fabrizio Romano greinir frá því að félögin náðu ekki samkomulagi.
Malacia hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann gekk til liðs við United frá Ajax árið 2022 en meiðsli hafa sett strik í reikninginn.
Romano segir að það sé mikill áhugi á að fá hann á láni og það er búist við því að hann muni yfirgefa United áður en félagaskiptaglugginn lokar á morgun.
Malacia lék 39 leiki með Man Utd á sínu fyrsta tímabili en missti af öllu síðasta tímabili eftir að hafa farið í aðgerð á hné um sumarið. Hann hefur komið við sögu í átta leikjum á þessari leiktíð.
Athugasemdir