Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 18:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Arsenal valtaði yfir Man City á Emirates
Mynd: EPA
Arsenal 5 - 1 Manchester City
1-0 Martin Odegaard ('2 )
1-1 Erling Haaland ('55 )
2-1 Thomas Teye Partey ('56 )
3-1 Myles Lewis-Skelly ('62 )
4-1 Kai Havertz ('76 )
5-1 Ethan Nwaneri ('90 )

Arsenal vann virkilega sterkan sigur gegn Manchester City í Lundúnum í kvöld.

Leikurinn byrjaði ansi vel fyrir Arsenal þar sem Martin Ödegaard skoraði eftir tæplega tveggja mínútna leik eftir slæm mistök hjá Manuel Akanji í vörn Man City.

Man City fékk tækifæri til að jafna metin en David Raya stóð vaktina vel. Kai Havertz hefði getað tvöfaldað forystu Arsenal undir lok fyrri hálfleiks en skaut framhjá úr góðu færi.

Seinni hálfleikurinn byrjaði af krafti en Erling Haaland jafnaði metin með skallamarki þegar seinni hálfleikurinn var tíu mínútna gamall. Thomas Partey kom Arsenal aftur yfir um 45 sekúndum síðar þegar Phil Foden gerði slæm mistök og Partey komst inn í sendingu.

Partey tók skotið fyrir utan vítateiginn og boltinn fór af John Stones og í netið.

Það leið svo ekki langur tími þar til hinn 18 ára gamli Myles Lewis-Skelly fékk boltann inn á teignum og skoraði. Ederson var í boltanum en tókst ekki að slá hann frá.

Havertz gerði síðan út um leikinn þegar hann skoraði fjórða mark Arsenal þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Þessu var ekki lokið því Ethan Nwaneri skoraði fimmta markið með skoti fyrir utan teiginn í fjærhornið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 23 17 5 1 56 21 +35 56
2 Arsenal 24 14 8 2 49 22 +27 50
3 Nott. Forest 24 14 5 5 40 27 +13 47
4 Man City 24 12 5 7 48 35 +13 41
5 Newcastle 24 12 5 7 42 29 +13 41
6 Chelsea 23 11 7 5 45 30 +15 40
7 Bournemouth 24 11 7 6 41 28 +13 40
8 Aston Villa 24 10 7 7 34 37 -3 37
9 Fulham 24 9 9 6 36 32 +4 36
10 Brighton 24 8 10 6 35 38 -3 34
11 Brentford 24 9 4 11 42 42 0 31
12 Crystal Palace 24 7 9 8 28 30 -2 30
13 Man Utd 24 8 5 11 28 34 -6 29
14 Tottenham 24 8 3 13 48 37 +11 27
15 West Ham 23 7 6 10 28 44 -16 27
16 Everton 23 6 8 9 23 28 -5 26
17 Wolves 24 5 4 15 34 52 -18 19
18 Leicester 24 4 5 15 25 53 -28 17
19 Ipswich Town 24 3 7 14 22 49 -27 16
20 Southampton 24 2 3 19 18 54 -36 9
Athugasemdir
banner
banner
banner